Miðvikudagur, 14. ágúst 2019
Djúpfalsanir, týnd sannfæring og horfið sakleysi
Við óttumst stöðugt að verið sé að ljúga að okkur. Offramboð er af upplýsingum sem erfitt er að henda reiður á, hvað þá að fá staðfestar. Eins og það sé ekki nógu slæmt er sannfæring er stóð á gömlum merg horfin út í buskann.
Fyrir skemmstu var lífið einfaldara. Hægrimenn fengu sinn skammt af upplýsingum í blaði allra landsmanna er studdi þeirra sannfæringu. Vinstrimenn völdu á milli Þjóðviljans og Alþýðublaðsins, a.m.k. áður en það rúmaðist í eldspýtustokki. Bændur og búalið áttu athvarf í Tímanum.
Nú er Snorrabúð stekkur. Fréttir berast okkur eins og linnulaus skothríð sem skeikul sannfæring ræður ekki við.
Djúpfölsun rekur smiðshöggið á djúpveruleika týndrar sannfæringar og horfins sakleysis.
Djúpfalsað myndskeið flýgur víða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já fyrir skemmstu og dægurlagið hans Bjartmars ómar "þannig týnist tíminn"
Ættum við ekki að sameinast um að finna hann aftur!
Helga Kristjánsdóttir, 14.8.2019 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.