Forysta Sjálfstæðisflokksins í sjálfheldu

Í Sjálfstæðisflokknum er uppreisn gegn forystu flokksins. Fylgið reytist af flokknum, komið niður fyrir 20%. Allt vegna orkupakkans sem forystan hangir á eins og hundur á roði.

Forysta Sjálfstæðisflokksins fær enga hjálp frá samherjum sínum í Kötustjórninni. ESB-sinnar í Samfó og Viðreisn lyfta ekki litla fingri. Öllum er skemmt yfir óförum XD-forystunnar.

Fylgið sem einu sinni var Sjálfstæðisflokksins fer annað. Forystumenn annarra stjórnmálaflokka sjá fram á að Sjálfstæðisflokkurinn verði nógu lítill til að hægt sé að sniðganga hann við stjórnarmyndun.

Gangi það fram, sem forysta XD krefst, og orkupakkinn verði samþykktur, er hægt að ganga að því vísu að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera sem forystuafl í íslenskum stjórnmálum. Ástæðan er eftirfarandi.

Orkupakkinn mun leiða til æðisgengis kapphlaups auðmanna, innlendra og erlendra, að kaupa jarðir og réttindi til að framleiða og dreifa rafmagni. Auðmennirnir vita sem er að orkupakkinn er aðferð ESB til að tengja öll raforkukerfi þjóðríkjanna sem eiga aðild að orkustefnu ESB, sem heitir raunar orkusamband ESB. Sæstrengur veit á tugmilljarða hagnað enda rafmagn í Evrópu mun dýrara en á Íslandi.

Þegar það rennur upp fyrir almenningi að orkupakkinn er ekkert þýðingarlaust smámál, eins og forysta Sjálfstæðisflokksins vill vera láta, heldur víðtakt afsal á fullveldi þjóðarinnar yfir náttúruauðlindum er bæði flokkur og forysta búin að vera. 

Forysta XD getur engum kennt um nema sjálfri sér. Sjálfskaparvítin eru erfiðust.


mbl.is Afgreiðsla pakkans útfærð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er skrambi vont að vera umkringdur og greina niðurbælt tístið í nýju samherjunum á meðan þeir merkja samúðarfulla andúð bræðravinanna gömlu. Engir nema þeir bera ábyrgð á ástandinu.

Helga Kristjánsdóttir, 13.8.2019 kl. 17:08

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þetta er "þýðingarlaust smámál", hversvegna er foristan reiðubúin í þennan sjálfsmorðsleiðangur til að berja þetta í gegn?

Jón Steinar Ragnarsson, 13.8.2019 kl. 19:28

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef sæstrengur er svona gríðarlega arðbær, hvers vegna er þá ekki löngu búið að leggja hann? Það eru engar hindranir til staðar nú fyrir því. Orkuverð í Evrópu hefur verið miklu hærra en hér í áratugi. Það er ekkert að breytast núna varðandi það.

Þorsteinn Siglaugsson, 13.8.2019 kl. 19:34

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyrir löngu var sæstrengur ekki fullkomin smíð til flutnigs raforku langan veg. 
Fyrir löngu voru Íslendingar nægjusamir og sáu allstaðar tækifæri og framfarir,en urðu svo ráðvilltir í græðgi þegar smjör virtist drjúpa af hverju strái--- þá byrjaði ballið Þorsteinn  -- og stendur enn.

Helga Kristjánsdóttir, 13.8.2019 kl. 20:09

5 Smámynd: Óskar Kristinsson

Eitt er morgunljóst að þetta fólk sem situr á alþingi og er með landstjórnina á höndum er svo viti fyrrt að það verður að fara frá!!!

Því hlítur að hafa vrið byrlað eitthvað, eiturpingjur???

Þetta verður að stöðva.

Kv að Suðurlandi

Óskar Kristinsson, 13.8.2019 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband