Fyrir hverja starfa Bjarni, Gulli og Þórdís?

Orkupakkinn er þýðingarlaust mál fyrir Ísland, segir Gulli utanríkis á alþingi. Við fáum undaþágu frá sumum þáttum orkupakkans, þeim er varða jarðgas, en ríkisstjórnin harðneitar að sækja um undanþágu frá rafmangshluta orkupakkans. Sem þó er þýðingarlaus, samkvæmt þeim ráðherra er leggur málið fram á alþingi.

Bjarni formaður segir okkur að hætta að tala um orkupakkann. Þórdís iðnaðar klifar á því sama. Þannig talar fólk sem hefur málað sig út í horn, er málefnalega rökþrota.

Fjöldahreyfing er í landinu gegn orkupakkanum, fylgið hrynur af Sjálfstæðisflokknum og það er uppreisn í flokknum gegn forystunni.

Tímabært er að spyrja fyrir hverja forysta Sjálfstæðisflokksins starfar. Fjórir hagsmunaðilar koma helst til greina:

a. Norska ríkisstjórnin, sem á í erfiðleikum að sannfæra norsku þjóðina um skynsemi orkupakkans. Ef Ísland fengi undanþágu yrði spurt þar ytra hvers vegna Ísland en ekki Noregur?

b. Evrópusambandið, sem fengi ódýra orku frá Íslandi og Noregi.

c. Auðmenn, sem hyggjast fjárfesta í sæstreng.

d. Orkuelítan á Íslandi, sem vill fá meira fjármagn inn í geirann. Það veit á meiri umsvif í virkjunum, dreifingu og eftirliti. Meiri umsvif þýða aftur hærri laun og fleiri stjórastöður.

Forysta Sjálfstæðisflokksins starfar ekki í almannaþágu, svo mikið er víst. Í orkupakkanum gengur forysta flokksins í takt við framandi hagsmuni og leiðin liggur fram af bjargbrúninni. Verkefnið er að sjá til þess að forystan fari ein fram af brúninni en taki ekki þjóðina með sér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hér mælir þú manna heilastur að vanda kæri Páll. Þessi forysta sem þú nefnir til sögunnar veit í hvert óefni hún er komin, en virðist ekki vita hvernig hún á að vinda ofan af þessi ógnarflækju sem hún er búin að koma sér í. Haldi hún þessu "ískalda mati" til streitu mun það hafa alvarlegar afleiðingar á marga vegu, fyrir hana jafnt sem flokkinn í heild. Mann rennir í grun að hendur hennar séu bundnar vegna kröfu samstarfsflokka hennar í ríkisstjórn, en það kann engri lukku að stýra að hún haldi sig við óbreytta afstöðu þó það kunni að hrikta í samstarfi ríkisstjórnarinnar. Forystan ætti að koma hreint til dyranna eins og hún er klædd, en muna skal hún að keisarinn var klæðalaus en vita eða skilja ekki að hún er þar í hlutverki keisarans.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.8.2019 kl. 10:38

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þetta eru svakalegar getgátur sem þú lætur í ljós hér í þessari færslu Páll, en mér er skapi næst að álíta að þú hafir nákvæmlega á réttu að standa.

Jónatan Karlsson, 11.8.2019 kl. 11:58

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Við erum hér hátt í 3/4 af íbúum þessa lands,sem erum þess albúin að verja land okkar falli. Þangað til tölum við um bölvaða bögglana eins og okkur sýnist; prófið okkur við eflumst þegar á okkur reynir.  

Helga Kristjánsdóttir, 11.8.2019 kl. 14:23

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Mikið til í þessu hjá þér Páll. 

Þetta minnir óhugnanlega á ICESAFE. Þegar þurfti

forsetann til að bjarga þjóðinni frá þrælahaldi auðmagnsins.

Því miður eigum við ekki þannig forseta í dag.

Hann mun skrifa undir allt sem frá þingi kemur enda

ESB sinni í húð og hár. Það tók ESB nokkur ár frá hruni

að koma þessari fléttu í gagnið og svo virðist sem

þeim sé að takast það. Því miður.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.8.2019 kl. 15:56

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kjósendur skipta ekki lengur máli. Dramb er falli næst.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.8.2019 kl. 17:58

6 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Svar við fyrirsögn: Fyrir Noreg!!

Sigurður I B Guðmundsson, 11.8.2019 kl. 19:17

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Svar við fyrirsögn: Sjálf sig!

Halldór Egill Guðnason, 12.8.2019 kl. 04:25

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Góð grein Páll.

Það er rökrétt að draga þá ályktun að eitthvað annað búi að baki OP3 sem ekki er talað um. Engin fórnar minni hagsmuni fyrir meiri. Engin. 

Nú eru verið að loka kjarnorkuverum og draga úr notkun jarðeldneytis. Jafnvel í Kaliforníu þar sem "alltaf" er sól þarf að geyma orkuna á batteríum mánuðum saman eða fjölga sólarpanelum sem gefur fulla orku þegar sólin gefur minnstu orkuna yfir vetrarmánuðina. Kostnaðurinn eykst að sama skapi og raforkuverðið hækkar gríðarlega. 

Þótt umframorkan sem heimilin nota ekki, fari á "netið" þegar heimarafhlöðurnar eru fullhlaðnar þarf "rafmagnsveitan" annaðhvort að fjárfesta í rándýrum rafhlöðum til að geyma raforkuna eins bændur setja hey í hlöður - mánuðum saman. En sú raforka geymist illa og rýrnar. Eina varanlega lausnin er að koma upp kerfi "rafleiðslna" um alla plánetuna, yfir sjó og land. Þegar vetur er í Kaliforníu er sumar annarsstaðar. Þegar notkunin er mest seinni parts dags gefur einhver morgun gull í mund. Þá mun sólin aldrei setjast til viðar í hinu nýja glóbalveldi. 

Ísland er sker á milli heimsálfa. 

Benedikt Halldórsson, 12.8.2019 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband