Fólkið gegn forystu Sjálfstæðisflokksins

Almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins safna liði til að leiðrétta ranga stefnu forystu flokksins í fullveldismáli. Orkupakkinn er spurning um hvort Íslendingar haldi áfram fullu forræði yfir raforkumálum þjóðarinnar eða láti Evrópusambandið fá íhlutunarrétt í mikilvægri náttúruauðlind.

Í marga mánuði virðir forysta flokksins almenna umræðu flokksmanna að vettugi. Eðlilega sárnar flokksmönnum að forystan láti málefnaleg rök sem vind um eyru þjóta og haldi sínu striki og ætlar ótrauð að knýja í gegn mál sem heggur að fullveldi þjóðarinnar.

Forysta sem ekki tekur mark á vilja flokksmanna er komin út í ófæru. Án almennra flokksmanna er enginn flokkur, aðeins umboðslaus forysta.


mbl.is Undirskriftum sjálfstæðismanna safnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Maður þarf ekki að vera mega skarpur til að sjá að gamli flokkurinn sem fleytti þessum sauðþráu á þing,gagnast þeim ekki lengur. Það er ekkert fútt í því lengur að berjast fyrir lítið smáríki,þegar miklu veigameiri og spennandi verkefni liggja á borðinu í Brussel.-Eða er verið verjast ehv? Þetta er eins og X,1,2 ...Upplýsið þjóðina sem á rétt á að vita hversvegna??  

Helga Kristjánsdóttir, 6.8.2019 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband