Laugardagur, 3. ágúst 2019
Þórdís og bréfið til Brussel
ESB-sinnar og orkupakkafólkið vitnar í Úlfljótsgrein Rögnu Árnadóttur aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar til stuðnings 3. orkupakka ESB. Þar eru tvær lykilefnisgreinar. Sú fyrri er þessi:
Flutningur raforku hér á landi er í höndum Landsnets hf. og eru eigendur þess vinnsluaðilar raforku. Slíkt eignarhald væri að öllu jöfnu ekki í samræmi við ákvæði þriðju raforkutilskipunarinnar. Ekki er þó nauðsynlegt að gera breytingar þar á í tilefni af innleiðingu þriðja orkupakkans í íslenskan rétt þar sem Íslandi var veitt undanþága frá þessu skilyrði tilskipunarinnar í fyrrgreindri ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017.
Það sem sagt liggur fyrir að Ísland getur fengið undanþágu frá tilskipun ESB um raforku. Seinni lykilefnisgreinin:
Mikilvægt er að hafa í huga, þegar rætt er um valdheimildir ACER, sem eru í höndum ESA gagnvart EFTA-ríkjunum, að þessar stofnanir geta einungis tekið bindandi ákvarðanir þegar eftirlitsaðilar í ríkjunum geta ekki náð samkomulagi sín á milli um atriði er varða grunnvirki yfir landamæri. Með öðrum orðum þá gilda þær einungis þegar álitamálið lýtur að tengingum milli landa með flutningslínu eða sæstreng. (undirstr. pv) Raforkukerfi Íslands er ekki tengt við önnur lönd. Af þeim sökum geta ekki komið upp þau tilvik að ESA beiti hinum bindandi valdheimildum gagnvart Orkustofnun.
Í viðtengdri frétt segir að engar hugmyndir eru uppi um að leggja sæstreng til að flytja raforku frá Íslandi til Evrópu.
Að þessu gefnu, undanþágur eru í boði frá raforkutilskipun ESB, og enginn sæstrengur er í bígerð þá er einboðið að Íslandi fái undanþágu frá öllum 3. orkupakkanum. Allur pakkinn skiptir engu máli fyrir Ísland á meðan enginn er sæstrengurinn. Til hvers að fórna sjálfstæðisstefnunni fyrir eitthvað sem engu máli skiptir?
Þórdís, málið er einfalt. Þú sendir Brussel línu um að Ísland segi sig frá raforkumálum í EES-samningnum. Í Brussel hljóta menn að fallast að þetta sjónarmið. Hvorki á Ísland hagsmuni á evrópskum raforkumarkaði né ESB í íslenskri raforku. Við skulum hafa það þannig um hríð.
Og Þórdís, bara okkar á milli, þá mun ég hvorki senda þér né Gulla reikning upp á 25 milljónir fyrir þessa ráðgjöf. Hún er ókeypis.
(Ofanritaður texti var skrifaður 14. nóvemer í fyrra. Enn er tækifæri til að skrifa bréf til Brussel.)
Athugasemdir
Er plottið ekki einfalt? Landsvirkjun er hægt og rólega að verðleggja stóriðju úr landinu og þegar þeir eiga allt í einu fullt af orku á lausu þá bara verðum við að fá strenginn til að selja allt þetta rafmagn
Emil Þór Emilsson, 3.8.2019 kl. 10:37
Tíminn tikkar gott fólk! drífa sig.
Helga Kristjánsdóttir, 3.8.2019 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.