Orkupakki gegn þjóðgarði

Talsmenn orkupakkans vilja ekki að þjóðgarður á miðhálendi trufli fyrirhugaðar virkjanir. Orkumálastjóri, væntanlegur umboðshafi ESB-valds í raforkumálum á Íslandi, verði 3. orkupakkinn samþykktur, segir á RÚV, að ,,Ekki sé nóg að horfa einungis til náttúruverndar."

Í framhaldi hótar orkumálastjóri fátækt og örbirgð ef náttúran fái vernd.

Með orkupakkanum er Íslendingum einnig hótað eymd og volæði, verði ekki samþykkt að ganga ESB á hönd í raforkumálum.

Það má sem sagt hvorki vernda náttúruna né þjóðarhagsmuni, standi vilji Evrópusambandsins til annars. Gott að hafa það á hreinu. 

 


mbl.is Myndi gengisfella hugtakið „þjóðgarður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það væri áhugavert að vita hvort Bjarni Jónsson, helsti talsmaður andstæðinga orkupakkans sé á sama máli. Hann hefur í það minnsta verið óþreytandi í gegnum árin að reka áróður fyrir því að virkja allt sem hægt er að virkja.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.7.2019 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband