Sjálfstæðisflokkur og Inga Sæland

Flokkur fólksins er eins manns þrekvirki Ingu Sæland sem bjó til þingflokk úr kosningasigri fyrir tveim árum. Sjálfstæðisflokkurinn er 90 ára móðurflokkur íslenskra stjórnmála, afrakstur strits og starfs þriggja kynslóða sem annt var um fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar.

Aðeins 17, já sautján, prósentustig skilja að flokk Ingu Sæland og Sjálfstæðisflokkinn í könnunum.

Eins manns þrekvirki Ingu mælist með þrjú prósent en þriggja kynslóða flokkurinn um tuttugu. Inga Sæland á aftur betri möguleika en móðurflokkurinn að rétta hlut sinn í tæka tíð fyrir kosningar. 

Inga er trúverðugur talsmaður fólksins. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki trúverðugur talsmaður fullveldis. 


mbl.is Tapar fylgi til Miðflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það heyrist sjaldan í formönnum flokka í reglulegu viðtali þar sem spurt er í þaula. Datt þó í viðtal við Ingu Sæland og varð nokkuð vonsvikin þegar hún tók til að álasa formanni Miðflokksins fyrir að mæta ekki á einhvern ákveðinn fund eða viðburð. Getur þetta fólk aldrei staðið saman,þegar þjóðina bráðvantar að koma ESb sinnum frá sem eru að slafra í sig allt gúmmilaðið okkar með röri.  

Helga Kristjánsdóttir, 30.7.2019 kl. 13:12

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Pópúlisti sem grenjaði sig inn á þing út á ekki neitt nema froðusnakk að mínu viti. Hefur hún einhverja sýn í pólirík nema upphrópanir og  slagorðavaðal í tíma og ótíma?  Forði oss allir heilagir frá svona pólitík.

Halldór Jónsson, 30.7.2019 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband