Ný sjálfstæðisbarátta

Forræði íslenskra mála á best heima á Íslandi, skrifaði Jón Sigurðsson 1848 og varaði við útlendu embættismannaveldi. Grein Arnars Þórs Jónssonar útfærir rök Jóns í samtímanum:

Ég rita þess­ar lín­ur til að and­mæla því að Íslandi sé best borgið sem ein­hvers kon­ar léni ESB eða MDE sem léns­herr­ar, ólýðræðis­lega vald­ir, siði til og skipi fyr­ir eft­ir hent­ug­leik­um án þess að Íslend­ing­ar sjálf­ir fái þar rönd við reist. Slíkt verður ekki rétt­lætt með vís­an til þess að Íslend­ing­ar hafi kosið að „deila full­veldi sínu“ með öðrum þjóðum.

Orkupakkinn vekur almenning til nýrrar sjálfstæðisbaráttu. Víglínan er skýr. Þeir sem vilja að Íslendingar sjálfir fari með forræði eigin mála annars vegar og hins vegar þeir sem óska sér að útlendingar ráði sem mest ferðinni í íslenskum málefnum.

 

 


mbl.is Ákvörðunarvaldið sé ekki geymt í erlendum borgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Það er alltaf gott þegar menn vakna!  Íslenska þjóðfylkingin hefur bent á að Sjálfstæðisbaráttan hin síðari sé hafin, almenningur þarf að gera sér það ljóst að missum við yfirráð yfir auðlindum þjóðarinnar sem og landnæði því sem okkur hefur verið falið að annast, er sjálfstæði landsins einnig horfið og landsmenn orðnir nýlenduþrælar innlendra sem  erlendra glæpamanna sem og ríkjabandalags, þar sem hinn almenni borgari fær engu ráðið. 

   Framtíð afkomenda er í okkar höndum, það þurfa landsmenn að gera sér grein fyrir.  Vill fólkið sem nú er að hefja búskap, leiða börnin sín í gildru kúgunnar?

   Það er tími til að xel-skjala skríllin fari af þingi og þangað setjist fólk sem ann afkomendum sínum meir en nokkrir þjóffengnir silfur peningar.

Guðmundur Karl Þorleifsson, 29.7.2019 kl. 13:28

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Sammála Jóni frænda

Júlíus Valsson, 29.7.2019 kl. 20:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Flottur frændinn! Er að lesa í 4.skiptið.

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2019 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband