Föstudagur, 26. júlí 2019
23% með flugviskubit
Þýsk könnun segir að 23% þarlendra geri ráð fyrir að fljúga sjaldnar af umhverfisástæðum, flugviskubiti. Óttinn um heimsvá vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum dregur úr vilja fólks að fljúga.
Ferðamenn koma til Íslands með flugi og skemmtiferðaskipum, sem menga enn meira en flugvélar. Spár um þróun ferðamannafjölda til landsins, sem ekki taka mið af samviskubiti umhverfissinnaðra ferðamanna, missa marks sem því nemur.
,,Orkusóðastu til Íslands að upplifa hreina náttúru," er líklega ekki slagorð sem selur.
300 þúsund færri ferðamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.