Davíð, Ásgeir og pólitískur seðlabankastjóri

Þegar Davíð Oddsson varð bankastjóri Seðlabanka Íslands í september 2005 varð óverulegur pólitískur hávaði. Enginn bloggaði við frétt mbl.is um málið. Ábyggilega andmæltu einhverjir en hefð var fyrir því að stjórnmálamenn yrðu seðlabankastjórar; Tómas Árna, Geir Hallgríms, Birgir Ísleifur, Steingrímur Hermanns og Finnur Ingólfs.

Þegar Ásgeir Jónsson óflokkspólitískur háskólakennari verður seðlabankastjóri sumarið 2019 eru raðfréttir í fjölmiðlum þar sem menn og konur ýmist fagna eða fordæma.

Hvenær varð staða seðlabankastjóra svona óskaplega pólitísk? Eru þetta eftirmálar hrunsins? Er það umræðan um krónuna gegn evrunni, fullvalda Ísland eða ESB-hjáríki? Eða almenn þróun í samfélagsfjölmiðlum þar sem ýmist er fagnað eða fordæmt með hávaða og látum?

Er ekki langeðlilegast að gera ráð fyrir að Ásgeir starfi sem fagmaður og af trúmennsku og geri sitt besta sem bankastjóri Seðlabanka Íslands?

 


mbl.is Væntir mikils af Ásgeiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ásgeir gæti skráð kyn sitt sem kona og þá verður allt gott Páll.

Svo gæti hann þar á eftir sagst vera að bjarga einhverju í heiminum, eða jafnvel heiminum öllum, og þar með gengið í sýndargöfugmennskuflokkinn stóra (e. virtue signaling party).

Seðlabankastjóri sem ætlar ekki að bjarga heiminum gengur auðvitað ekki upp í dag, þar sem menn þurfa helst að píska sjálfa sig til dauða til að afsaka mannlegt eðli sitt.

Fínt að fá Ásgeir held ég.

En nú er staða banka- og fjármálageirans að verða svipuð og staða framleiðenda DDT varð, þannig að það sem Íslendingar tilbáðu sem guð á altari ofar öllu fyrir 12 árum síðan, er komið í sama klassa og DDT, eða álíka hallærislegt og atvinnurekandi var á Vesturlöndum á hippatímabilinu 1968-1975. 

Það er því núna sem menn eiga að fjárfesta í bönkum.

Gunnar Rögnvaldsson, 25.7.2019 kl. 21:54

2 Smámynd: Ómar Geirsson

 Svo stórt sé spurt Palli minn, hvert er gjaldið fyrir þessa færslu þína??

Ég reikna ekki með að það sé innri fullnæging með að nýta Orkupakkaumræðuna til að fá saklaust fólk til að heykjast gegn andstöðu þessa Samfylkingar dindils svo eftir standa þeir hagsmunir sem knýja þá áfram.

En þá þarft þú að segja að segja satt.

Ómar Geirsson, 26.7.2019 kl. 00:41

3 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Áseir annaðhvort laug eða vissi ekki betur þó aðalhagfræðingur eins bankans væri, að hagur bankanna væri góður, minna en korteri fyrir hrun. 

Hvorugur kosturinn er góður að hafa seðlabankastjóra sem lýgur í svo stóru máli eða fylgdist ekki betur með. 

Sjá frægt kastljósviðtal frá 2008 sem gengur á netinu. 

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 26.7.2019 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband