Elliði, froskurinn, forsetinn og orkupakkinn

EES-samningurinn er eins og að sjóða frosk og byrja á volgu vatni, skrifar Elliði Vignisson, þar sem fullveldi Íslands er í hlutverki frosksins. Orkupakkinn þýðir í raun að Evrópusambandið hækkar hitastigið eilítið. 

Aðeins þeir sem eru næmir á fullveldið átta sig á hvað er að gerast. Elliði, Miðflokkurinn, Davíð Oddsson, Styrmir Gunnarsson, Sturla Böðvarsson, Frosti Sigurjónsson, Tómas Ingi Olrich og nokkrir fleiri eru aðalhöfundar að vitundarvakningu almennings um að EES-samningurinn tekur jafnt og þétt frá okkur fullveldið.

Í þessum fríða hópi eru bjartsýnismenn, eins og Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins, sem gerir sér vonir um að forseti Íslands, laumu ESB-sinninn Guðni Th., muni vísa orkupakkanum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það mun Guðni Th. ekki gera nema undir verulegum þrýstingi, nálægt suðumarki.


mbl.is Orkupakkanum verði vísað til þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 "pælið í" hvað það þarf langan tíma til að vekja þjóðina! Meðan andstyggðin kyndir undir með sterkustu áróðurstækjum landsins og fátt til varna. En ég vil þakka Bjarna Jónssyni (raftæknimeistara)fyrir upphaf ábendinga með rökum um það sem er að gerast hér. Þess vegna hrekkur mér af vörum,aldrei hafa jafnfáir hringt viðvörunarbjöllum sem eru að skila árangri, m.a. Páll Vilhjálmsson og útvarp Saga.  

Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2019 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband