Brexit þarf Boris, fórnaði May

Brexit er stærsti atburður í breskri sögu frá lokum seinna stríðs. Stórir atburðir kalla á sérstaka stjórnmálamenn. Boris Johnson er, bæði til góðs og ills, sérstakur stjórnmálamaður. Fráfarandi forsætisráðherra, Theresa May, var hefðbundinn stjórnmálamaður.

Breska þjóðarsálin er að veði í Brexit. Meginland Evrópu, þar sem ESB ræður ríkjum, vill sýna fram á að ekkert líf fái þrifist í álfunni án atbeina sambandsins. Margir Bretar trúa áróðrinum frá Brussel og vilja ómerkja Brexit-þjóðaratkvæðagreiðsluna þar sem meirihluti bresku þjóðarinnar kaus að ganga úr Evrópusambandinu.

May munstraði ekki bresku þjóðarsálina í baráttunni við Brussel. Hún reyndi að fara bil beggja. En það er ekki hægt að vera bæði niðurnjörvaður í ESB og standa utan sambandsins. Ekki frekar en það er hægt að búa til hringlaga þríhyrning.

Í áratugi voru hefðbundin stjórnmál að ESB sankaði til sín völdum á kostnað aðildarríkja sem horfðu upp á að fullveldið fór í síauknum mæli til tæknikrata í Brussel á meðan kjörnir fulltrúar urðu meira í þykjustunni.

Brexit er uppreisn og Boris er uppreisnarforingi. 


mbl.is Boris Johnson næsti forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Hann á eftir að fjölga veikindadögum á RÚV spái ég.

Guðmundur Böðvarsson, 24.7.2019 kl. 10:25

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

May var ekki heil í Brexit verkefni sínu of höll undir ESB og því fór sem fór. Það gekk ekki að vera bæði með og á móti.

Tómas Ibsen Halldórsson, 24.7.2019 kl. 10:42

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

BOris mun standa sig þótt það verði örugglega einhverjir á móti honum eins og hann sagði í ræðu sinnu í gær. Hann eins og Trump eru ekki að leitast við að komast á vinsældar listann. Já RÚV gerir sitt besta til að rakka Johnson niður eins og þeir eru eilíft að gera við Trump. Trump fær að heyra allt sem sagt er hér á landi um hann og Bandaríkin en það er bara partur að skildum sendiráða. 

Valdimar Samúelsson, 24.7.2019 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband