Bankar sameinaðir til að selja fákeppni

Sameining Arion og Íslandsbanka myndi aðeins þjóna hagsmunum fjárfesta sem fengju fákeppnisstöðu í kaupbæti. Almenningur og fyrirtæki bæru kostnaðinn. 

Bankar á Íslandi þurfa a.m.k. að vera þrír og betra er að þeir séu litlir en stórir. Þannig þjóna þeir best almenningi og öllum þorra fyrirtækja. Ef stórfyrirtæki þurfa fjármálaþjónustu sem íslensku bankarnir ráða ekki við ættu þau að leita til útlanda.

Við prófuðum að hafa íslensku bankana stóra á alþjóðavísu. Það endaði með glæpamennsku og hruni. Til þess eru vítin að varast þau.


mbl.is Horfur íslensku bankanna hjá S&P neikvæðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Dettur mörgum í hug að einkavæðingarhugmyndir byggist á öðru en sérhagsmunum en ekki hagsmunum almennings?

Hvernig fór þetta fram síðast?Bakkavararbræður, Ólavíus,Jón Ásgeir og hvað þeir hétu allir?

Halldór Jónsson, 24.7.2019 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband