Þriðjudagur, 23. júlí 2019
Píratar, Sjálfstæðisflokkur - strúktúr og frekja
Píratar eiga í vandræðum með skipulag, strúktúr, á flokksstarfi sínu. Fyrrum borgarfulltrúi þeirra segir:
Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr, og tilgangurinn með slíkum strúktúr á meðal annars að vera að gefa fólki sem vinnur fyrir flokkinn lágmarks vinnufrið í formi fyrirsjáanlegra ferla. Annars vinna bara þeir frekustu hverju sinni og frekju er mætt með enn meiri frekju þar til allt sýður upp úr.
Sjálfstæðisflokkurinn er ögn eldri en Píratar og ætti ekki að vera flókið að vísa í reglur um málsmeðferð þar á bæ. Styrmir Gunnarsson vísaði í reglur um atkvæðagreiðslur flokksmanna og vildi virkja þær að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru í téðum reglum.
En þá er Styrmi og andstæðingum 3. orkupakkans í Sjálfstæðisflokkum sagt: ,,Ekki er tilefni til að efna til atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna Sjálfstæðisflokks vegna þriðja orkupakkans miðað við inntak málsins og eðli þess."
Hmmm.
Er sem sagt píratastrúktúr á Sjálfstæðisflokknum?
Ekki tilefni til atkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hahahahaha
Ragnhildur Kolka, 23.7.2019 kl. 13:03
Páll
Líklegast væri skynsamlegt að láta samþykkja aðildina að EES í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða næstu kosningum, nú eða hafna henni. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla fór aldrei fram á sínum tíma. Kannski voru það mistök. Atkvæðagreiðslur um einsök tæknileg atriði innan Sjálfstæðisflokksins í stað fulltrúalýðræðis er auvitað bábilja. Eins gott að þú ert ekki í Sjálfstæðisflokknum og hefur aldrei verið, eða hvað?
Einar Sveinn Hálfdánarson, 23.7.2019 kl. 14:11
Það er til staðar alvarlegur lýðræðishalli á Íslandi. Við þurfum menntaðan einvald í nokkur ár.
Júlíus Valsson, 24.7.2019 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.