Blaðamennskan í dag: aftaka á opinberum vettvangi

Þegar einhver fremur afbrot, kemst undir manna hendur og hlýtur refsingu er almennt litið svo á að viðkomandi eigi skilið annað tækifæri. Vitanlega með fyrirvörum; dæmdur barnaníðingur ætti ekki að fá vinnu á leikskóla.

En séu ekki þess brýnni ástæður til að vekja athygli á brotamönnum, sem hafa afplánað sinn dóm, ættu þeir að fá að vera í friði, fá annað tækifæri til að eiga líf réttu megin laganna.

Blaðamennska á seinni tíð er upptekin af refsigleði samfélagsmiðlanna. Blaðamenn harðneita að læra af Lúkasarmálinu og öðrum sambærilegum, t.d. pólsku drengjunum sem sakaðir voru um hópnauðgun og Hlíðarmálinu þar sem tveir ungir menn voru úthrópaðir nauðgarar.

Á miðöldum og í múslímaríkjum samtímans er opinber aftaka liður í að skemmta og kúga. Siðað fólk tekur ekki þátt í slíku. 


mbl.is „Er mönnum alvara?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sch Thorsteinsson

DV í dag stendur fyrir Daglegur Viðbjóður eða Dagleg Vitleysa.  

Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 22.7.2019 kl. 21:36

2 Smámynd: Óskar

þú segir: "En séu ekki þess brýnni ástæður til að vekja athygli á brotamönnum, sem hafa afplánað sinn dóm, ættu þeir að fá að vera í friði, fá annað tækifæri til að eiga líf réttu megin laganna."  

Hann hefur nefnilega ekki afplánað sinn dóm.

Óskar, 23.7.2019 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband