Sunnudagur, 21. júlí 2019
Eftir ósigur kemur ákall um nýja forystu
Umræðan um orkupakkann er komin á það stig í Sjálfstæðisflokknum að ekki er lengur hægt að berja í brestina, láta eins og ekkert hafi í skorist. Miðflokkurinn sækir fast á sem forystuafl borgaralegra stjórnmála.
Hætta er á að Sjálfstæðisflokkurinn koðni niður fremur en að hann klofni. Eins og Elliði bendir á er samfylkingarstefna orðin ráðandi í forystu og þingflokki sjálfstæðismanna. Miðflokkurinn er skýr valkostur óánægðra. Fyrst fer fylgið, þá fótgönguliðið og loks frambjóðendur.
Orkupakkaumræðan er svo gjörtöpuð forystu Sjálfstæðisflokksins að yfirborðssigur í atkvæðagreiðslu á alþingi síðsumars gerði ekki annað en að festa í sessi þá ímynd að ESB-sinnar ráði ferðinni. Icesave og ESB-umsóknin leiddu í ljós að fullveldispólitík býr bæði til flokka og brýtur þá.
Fullveldispólitík finnur sér ávallt farveg. Orkupakkaumræðan verður farvegurinn fram að kosningum. Sjálfstæðisflokkur með samfylkingarforystu er ekki líklegur til stórræðanna.
Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
XD gæti bætt sér upp fylgistapið með því að stofna nýjan flokk með Samfylkingu og Viðreisn - mætti jafnvel kalla hann Samfylktur Sjálfstæður Viðreisnarflokkur. XSSV. Ætli einhver innanbúðar hafi hugleitt það?
Kolbrún Hilmars, 21.7.2019 kl. 11:15
Það er ekki eins og Elliði sé bara einhver dúddi sem hægt sé að afgreiða sem hvern annað senílt gamalmenni. Mér sýnist forystan þurfa að fara að finna leið til að fresta landsfundi fram yfir næstu kosningar ef hún vill sitja áfram.
Ragnhildur Kolka, 21.7.2019 kl. 16:06
Það er alltaf verið að gagnrýna Sjálfstæðisflokkin í þessu máli og er það vel en ég spyr: Hvað með Framsókn og Vinstri "Græna"? Af hverju vilja þeir O3???
Sigurður I B Guðmundsson, 21.7.2019 kl. 17:47
Sigurður, það er eflaust að finna í rótum þeirra tveggja. Sagan segir ýmislegt þó svo að hún fari oft illa á svellinu í forspánni. Framsókn sýndi spilin í ESB umræðunni fyrir nokkuð mörgum árum. Þau eru enn á hendi. VG hefur alltaf verið sósíalistaflokkur og má segja að undirferli hans hafi sannað sig á síðasta áratug eða svo. ESB er sósíalíkst fyrirbrygði og eðli þess er að búa til óskyljanlegt apparat um alla mögulega og ómögulega hluti. Við erum því miður farin að súpa þetta soð heldur hraustlega síðustu misserin. Og það á heimavelli.
Sindri Karl Sigurðsson, 21.7.2019 kl. 22:38
https://gunnlauguri.blog.is/blog/gunnlaugur_i/#entry-2237961
Gunnlaugur I., 22.7.2019 kl. 05:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.