Mánudagur, 15. júlí 2019
Gulli og gildra hugsjónafólks
Hugsjónir geta verið fallegar og bætt mannlíf. Samspil hugsjóna og samfélags eru snúið mál sem ekki er á meðfæri allra. Innrás Bandaríkjanna í Írak 2003 var í nafni hugsjóna um vestrænt lýðræði og mannréttindi andspænis harðstjórn.
Ályktun Gulla utanríkis um mannréttindi á Filippseyjum, sem samþykkt var á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, er ekki hernaðaraðgerð en engu að síður innrás í innanríkismál fullvalda ríkis.
Ef Gulli eða Sameinuðu þjóðirnar ættu uppskrift að fyrirmyndarríki þar sem flest væri ágætt en fátt miður væri hægt að tefla sniðmátinu fram og bera saman við þjóðríki jarðkringlunnar. En fyrirmyndarríkið er ekki til. Reynsla og raunsæi segja okkur að þegar hugsjónafólk fær tækifæri til að smíða fyrirmyndarríki endar það í hörmungum.
Hugsjónir, sum sé, þurfa nálægð við samfélagslegan veruleika. Þegar þær koma eins og skrattinn úr sauðaleggnum eru þær meira til tjóns en gagns.
Það grátbroslega í þessu máli er að Gulli utanríkis er alls enginn hugsjónamaður. Hann er tækifærissinni sem notar hugsjónir þegar hentar en stingur þeim ofan í skúffu þess á milli.
Filippseyjar slíti tengslin við Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt.
Tækifærissinnin skrifaði undir "kaupsamning" á landinu í Marokkó (Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) fyrir tæpu ári. Þeir sem lesa samningin sjá sér til skelfingar að allir í heiminum sem vilja koma til Íslands eru ekki bara velkomnir heldur eigum við að stuðla að komu sem flestra með vandaðri upplýsingagjöf og ódýrum ferðum. Og allir skuli njóta sömu réttinda og þeir sem hafa íslenskan ríkisborgararétt. Ólöglegir verða löglegir. Ríkið á að skóla blaðamenn og svæla burt fjölmiðla sem tala ekki tungumál UN (sameinuðu þjóðanna). "Kaupsamningurinn" átti ekki að vera bindandi en auðvitað var það gulrót ásamt loforði um "tækifæri" fyrir metnaðargjarnan utanríkis. Honum til afsökunar skrifuðu "hinir" líka undir.
Það minnir á kónginn í París sem gaf Víkingum peninga í þeirri von að þeir létu Frakkland í friði. Það var nú öðru nær.
Nú í juní lýsti UN stríði gegn málfrelsi svo að "árásir" á ýmsa siði sem stundaðir eru í nafni Íslam fái að blómstra áfram, ekki bara í gömlu menningunni, heldur eiga "siðirnir" að njóta verndar gegn "orðaglæpamönnum" sem voga sér að benda á þá, er fólkið flytur í stórum stíl norður. Því er aðlögum okkar nauðsynleg svo að við tölum ekki okkur inn í fangelsi eins og Tommy Robinson. Það er verið að undirbúa komu framtíðarlandsins þegar múslímar verða komnir í meirihluta. Það er jú bannað að tala illa um Íslam.
Þess vegna er verið að venja okkur á að líta á hatursáróður sem svipaða glæpi og hnífstunguárásir, að orð sé ekki síður hættuleg en morð. Allir einræðisherra elska svoleiðis reglur. Þá er auðvelellt að handtaka óvinina.
This was evident with regard to the Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration in which it was explicitly stated that public funding to "media outlets that systematically promote intolerance, xenophobia, racism and other forms of discrimination towards migrants" should be stopped.
Whatever constitutes intolerance, xenophobia, racism or discrimination was naturally left undefined, making the provision a convenient catchall for governments who wish to defund media that dissent from current political orthodoxy on migration.[1]
In contrast to the UN Global Migration compact, the UN's action plan against hate speech does contain a definition of what the UN considers to be "hate" and it happens to be the broadest and vaguest of definitions possible:
"Any kind of communication in speech, writing or behaviour, that attacks or uses pejorative or discriminatory language with reference to a person or a group on the basis of who they are, in other words, based on their religion, ethnicity, nationality, race, colour, descent, gender or other identity factor". With a definition as broad as this, all speech could be labelled "hate".
https://www.gatestoneinstitute.org/14516/united-nations-free-speech
Athyglisverðir eru digital citizens sem hafa það hlutverk að klaga í yfirvöld. Það er tilvalið "tækifæri" fyrir hugsjónafólk í Orwlsku samfélagi.
The UN makes it clear in the plan that it "will implement actions at global and country level, as well as enhance internal cooperation among relevant UN entities" to fight hate speech. It considers that "Tackling hate speech is the responsibility of all – governments, societies, the private sector" and it envisages "a new generation of digital citizens, empowered to recognize, reject and stand up to hate speech". What a brave new world.
The new action plan plays straight into the decades-long attempts of the Organisation of Islamic Cooperation (OIC) to ban criticism of Islam.
Benedikt Halldórsson, 15.7.2019 kl. 09:54
Óneitanlega dálítið klaufalegt af Gulla að leggja út í þetta stríð við Filipseyjinga svona rétt eftir að Alþingi lengdi tímann til fóstureyðinga og forsætisraðherra lýsti yfir að ekki væri nóg gert.
Hér er á ferð klassískt dæmi um flísina og bjálkann.
Ragnhildur Kolka, 15.7.2019 kl. 13:51
Hvað er athugavert við það að örþjóð einbeiti sér að eigin málum og láti risana um hitt? Rödd í Mannréttindaráði SÞ, rödd í Öryggisráði SÞ, rödd í kínverska bankanum? Hverju skila svo allar þær raddir? Stundum á betur við að þegja - þótt það nái vissulega ekki til undirritaðrar í innanlandsmálum...
Kolbrún Hilmars, 15.7.2019 kl. 14:46
Gulli er gúmmístimpill sneyddur allri sjálfstæðri hugsun. Gott að sjá hann ganga frá ferli sínum í pólitík svona óstuddur. Hann hefur samt ekki grænan grun um það enda þekkir ekki konseptið orsök og afleiðing.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.7.2019 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.