Sunnudagur, 14. júlí 2019
Þórdís dansar með Helga; XD og Viðreisn í 3op-rómantík
Þórdís varaformaður Sjálfstæðisflokksins fær drottningarviðtal í Fréttablaðinu, sem Helgi Magnússon fjárhagslegur bakhjarl Viðreisnar keypti hlut í nýverið. Fyrirsögnin á viðtalinu, Fleiri smáflokkar eru ekki svarið, er koddahjal forystu Sjálfstæðisflokksins við helstu samherja sína í orkupakkamálinu, Viðreisn.
Fyrr á árinu mærði Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar Guðlaug Þór utanríkisráðherra fyrir að tengja Ísland ESB nánari böndum með því að færa orkumál þjóðarinnar undir Brussel-valdið.
Með orkupakka þrjú opnast tækifæri fyrir fjárfesta eins og Helga að kaupa upp orkumannvirki þjóðarinnar. Brussel tryggir að neytendur muni borga stórhækkað raforkuverð, eins og rekið er í pistli á heimasíðu Ögmundar Jónassonar.
Viðreisn er klofningshópur ESB-sinna í Sjálfstæðisflokknum. Nú þegar forysta Sjálfstæðisflokksins er orðin jafn ESB-sinnuð og orkumálin sýna svart á hvítu er óþarfi að reka tvo flokka í sama tilgangi.
Helgi fjárfestir er sér hagkvæmni í að sameina flokkana tvo og býður þeim málgagn, Fréttablaðið. Opin spurning er aftur hvort almennir sjálfstæðismenn og kjósendur flokksins séu ginnkeyptir yfirtöku ESB-sinna.
Athugasemdir
Má vera að forysta Sjálfstæðisflokksins telji sig í opnu stríði við ritstjóra Morgunblaðsins, en dekur hennar við eigendur Fréttablaðsins sendir líka skilaboð til þeirra kjósenda flokksins sem enn telja Moggann flaggskip fréttaflutnings á Íslandi. Með birtingu afmælisgreinar Bjarna í Fréttablaðinu og þessu drottningar viðtali við ÞKRG er verið að senda okkur langt nef. Það er verið að segja okkur - við þurfum ekki lengur á ykkur að halda. Við, þessi lítilmótlegu, eigum eftir að sjá hversu langt hin pólitíska rétthugsun fleytir þessu sjálfumglaðar fólki.
Ragnhildur Kolka, 14.7.2019 kl. 14:05
Hvað heldur þessi Helgi að hann sé? Eitt er að fjárfesta í bruggverksmiðjum og svoleiðis dóti. Það er bara hið besta mál.
Það hefur gefist vel að fjárfesta í vinstri sinnuðum í gegnum fjölmiðla, marxisma, akvtivisma og trúgirni. En Helgi er bæði seinheppinn og ólæs á hægri sinnað fólk sem er of jarðbundið og andlega heilbrigt til að hægt sé að umgangast það eins og hvert annað fé og reka það í fyrirframákveðna dilka.
Benedikt Halldórsson, 14.7.2019 kl. 16:10
Þá hæfir skel kjafti þegar forystan brúkar hann ekki í mikilvægastu fullveldis baráttu Íslands; á þeim vettvangi sem hún er kosin til að vinna á,ekki múkk í umræðum orkupakkans senda bara skilaboð
Ég las auðvitað sms viðtalið!
Helga Kristjánsdóttir, 15.7.2019 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.