Þingmenn XD viðurkenna mistök í orkupakkamáli

,,Yfirráð yfir orkunni eru okkur heilög," skrifar Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Morgunblaðsgrein 7. júlí. Haraldur varar við því að ,,framselja yfirráð og eignarhald á orkuauðlindum landsins." Aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, t.d. Óli Björn Kárason, taka undir með Haraldi.

Játning á mistökum er manndómsmerki ef - og það er stórt EF - menn sýna vilja til að bæta úr mistökunum.

3. orkupakki ESB færir yfirráð yfir orkumálum Íslands til Brussel. Texti ESB segir það skýrt: 24. desember 2018 tóku gildi reglur um yfirumsjón framkvæmdastjórnar ESB á áætlanagerð aðildarþjóða orkusambands ESB. Norðmenn, sem selja ESB olíu og gas, eru með yfirþjóðalegt vald ESB á hreinu. Aðild að orkusambandi ESB í gegnum EES-samninginn setur Ísland í sömu stöðu og aðrar ESB-þjóðir í orkumálum - völdin eru flutt til Brussel.  

Haraldur og aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem viðurkenna nú mistökin í orkupakkamálinu geta bætt fyrir þau og gefið yfirlýsingu um að þeir ætli ekki að samþykkja 3. orkupakkann þegar hann kemur til umræðu á ný eftir sumarhlé alþingis.

Elliði Vignisson bendir réttilega á að umræður eigi að ,,leiðrétta kúrsinn". Umræðan hefur farið fram, þingmenn hafa játað mistök og nú er að leiðrétta þau - með því að hafna 3. orkupakkanum.


mbl.is Tækifæri til að „leiðrétta kúrsinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Akkurat.

Hægri sinnað fólk er yfirleitt andsnúið dilka- eða sjálfsmyndarpólitík (identity politic). Flokkur er ekki partur af sjálfsmynd þess og því er tryggðin engin. Annað hvort fylgir flokkurinn kjósendum eða þeir snúa sér annað. Það er svo einfalt.

Kosturinn er hins vagar sá að liðsmenn hægri flokkar þurfa aðeins að standa með sínum kjósendum en láta ekki nýjasta póltíska æðið hverju sinni slá sig út af laginu. Það er svo hallærislegt þegar fólk slær um sig með falskri ímynd til að þóknast tískunni.

Aðeins þarf að halda sig við ákveðna málefanalega kjölfestu, rök og hreinskilna umræðu til fá atkvæði. Það er allt og sumt. Öfugt við suma vinstri flokka sem hafa tekið að sér fólk sem gerir of miklar kröfur til sinna flokka sem þeir geta aldrei staðið undir. 

Benedikt Halldórsson, 13.7.2019 kl. 11:30

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Um pólitísku tískuna:

Gallinn við "nú er 2019" pólitíkina er augljós. Það eru ekki rök að nú sé 2019. Engin veit hvað það þýðir að hafa 2019 skoðanir. 

Það er fráleitt þegar stjórnmálamenn tala um að láta ekki kjósendur beygja sig. Þeir eiga ekki bara að beygja sig heldur að hneigja sig líka.  Hættan er sú að erlendir aðilar sem eiga fjöll af peningum stjórni pólitíska tímanum.

Það er hroki og vanvirðing við kjósendur að líta á þá sem sveitalúða sem þurfi að leiða til nútímans. "Nú eru sko breyttur tímar" er ekkert svar við orkupakka þrjú eða fjögur, né svarar öðrum spurningum, hvað þá að "tíminn" leysi vandamál.

Í Bandaríkjunum eru svo breyttir tímar að þeir sem höfðu Demókratískar skoðanir fyrir 10 árum eru skilgreindir samkvæmt nýja tímatalinu sem hægri öfgamenn. Nú er í tísku(identity politic) að sá hefur réttast fyrir sér, því neðar sem hann er í (ímyndaða) öfuga valdapíramídanum.

Það er að eyðileggja pólitíkina. Það þýðir að þegar tveir deila, miðaldra kall annars vegar og ung kona hins vegar, að konan hefur ALLTAF rétt fyrir sér. Það eru sko breyttir tímar. Þegar tvær konur í sama flokki deila hefur sú sem er brúnni á hörund rétt fyrir sér. Þannig ásakaði Alexandria Ocasio-Cortez flokkssystur sína hina snjóhvítu Nancy Pelosi ranglega um rasisma. Cortes kemst upp með það af því að það eru svo breyttir tímar. 

Það er ranghugmynd að breyttir tímar séu til góðs. Aðeins góðar hugmyndir eru til góðs en fyrst þarf að ræða málin og taka mark á rökunum en ekki spyrja fyrst um kyn og aldur. 

Benedikt Halldórsson, 13.7.2019 kl. 13:29

3 Smámynd: Óskar Kristinsson

Um leið og orkupakkinn nr 3 er innleiddur brestur á stríð!!!

Þá er skaðinn skeður,og sannir Íslendingar vinna að því að koma okkur úr EES.

Hvað hefur hann Bjarni Ben gert sem gerir hann svona traustvekjandi í þessu op/3

Máli eins og Sturla Böðvarsson heldur fram I Morgunblaðinu í dag?

KV af Suðurlandi

Óskar Kristinsson, 13.7.2019 kl. 13:42

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eg tek undir með þér Óskar enginn opnar pakka með sprengiefni í.

Bjarni klikkar ekki í ræðum og riti,en aldrei hefur hann farið í álíka meðferð hjá RÚV og óvinur peningaaflanna Sigmundur Davíð. 

Helga Kristjánsdóttir, 13.7.2019 kl. 16:29

5 Smámynd: Óskar Kristinsson

Þakka þér fyrir þín málefnaleg heit Helga! og einn sagði.

Um helgar eg helga þér Helga helgasta blettinn á mér. Fyrirgefðu mér þetta?

Kv af Suðurlandi

Óskar Kristinsson, 13.7.2019 kl. 20:05

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir þurfa að sýna hug sinn í verki, annars tek ég ekkert mark á þeim.

Ásgrímur Hartmannsson, 13.7.2019 kl. 23:17

7 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Hvað hefur Haraldur Benediktsson verið lengi í Sjálfstæðisflokknum? Ég man ekki betur en að við getum 'þakkað' Viðeyjarstjórninni fyrir inngönguna í EES. Með Davíð Oddsson og Jón Baldvin í brúnni. Ýmislegt jákvætt við þann samning, en ég held að menn hafi ekki gert sér grein fyrir hvað lá fyrir í endanum á göngunum, eða hvað?

Nú verða sumir að súpa seyðið af flaðrinu upp á Evrópusambandið, ef ekki sumir, líklega öll þjóðin.

Ingibjörg Magnúsdóttir, 13.7.2019 kl. 23:56

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hæ Óskar!

þetta stuðar mig ekkert drengur minn,var mjög oft sungið í stríðni þegar ég var yngri,ég lét mér fátt um finnast. það minnir mig á að mér var ekki sama þegar frjálsu sjófuglarnir voru veiddir og hnepptir í búr,ég hleypti þeim út(einhver kjaftaði í Pétur sem var fuglaræninginn) og þá lenti ég í alvöru slag maður minn;eins og í alvöru hring með æpandi krökkum með og móti.M.Bkv.  

Helga Kristjánsdóttir, 14.7.2019 kl. 01:18

9 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég las þessa grein og gat ekki með nokkru móti fundið þínum fullyrðingum stoð eftir þann lestur. Kannski þú ættir að lesa hana betur?

Sindri Karl Sigurðsson, 14.7.2019 kl. 21:15

10 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Fór aðeins fram úr sjálfum mér við lestur pistilsins hans Sturla Böðvarssonar. Þessi krítík á pistill þinn Páll er óréttmæt að minni hálfu en það er úr vondu að ráða í flokknum þessa dagana.

Sindri Karl Sigurðsson, 14.7.2019 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband