Föstudagur, 28. júní 2019
Miðflokkurinn tekur af Framsókn og XD - 3OP er skýringin
Fylgið fer frá Framsókn og Sjálfstæðisflokki yfir til Miðflokksins. Aðeins ein skýring kemur til greina. Kjósendur umbuna Miðflokknum andstöðuna við 3. orkupakkann.
Fá mál hreyfa jafn mikið við kjósendum og fullveldismál. Ef 3. orkupakkinn verður samþykktur á alþingi flyst forræði virkjana og raforkumála til ESB. Aðeins Miðflokkurinn stendur gegn þeim áformum.
Eina von Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að sleppa við fylgishrun er að 3. orkupakkinn verði ekki samþykktur. Ef orkupakkinn fer í gegn á alþingi hefst umræða um stórauknar virkjunarframkvæmdir og lagningu sæstrengs. Almenningur mun átta sig á að meintir fyrirvarar halda ekki og refsa stjórnarflokkunum fyrir framsal náttúruauðlinda Íslands.
Miðflokkurinn tekur flugið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig sem fer er traustið horfið. Það er lágmarkskrafa fólkið í brúnni geti útskýrt á mannamáli kosti orkapakka þrjú.
Guðlaugur Þór sagði að áhyggjur vegna OP3 væru óþarfar vegna þess að árið 1995 hafði fólk líka haft miklar áhyggjur og hafði upp stór orð um tiltekið mál en allt fór vel að lokum!
Guðlaugur Þór
Virðulegi forseti. Þetta liggur alveg skýrt fyrir. Menn spyrja hér: Af hverju frestum við þessu máli ekki? Ástæðan fyrir því að við frestum þessu máli ekki er sú að það er engin ástæða til þess.
Hér segja menn réttilega: Heyrðu, það er bara fullt af fólki sem hefur miklar áhyggjur af þessu máli. Það er rétt, það er bara hárrétt, en kosturinn við það að klára þetta mál er sá að þá mun það fólk sjá að þeir sem fóru hér mikinn og með mikinn hræðsluáróður var innstæðulaust. Ég hef séð þessa hluti gerast áður. Ég man vel kosningarnar 1995. Þá var ég í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir annað kjördæmi en núna og reyndar kosningastjóri. Einu og hálfu ári á undan höfðu verið fluttar lengstu þingræður sögunnar. Ég hef lesið svolítið í þeim þingræðum og það var alls ekki ósvipaður málflutningur og er núna. Þetta var ekki rætt í þeim kosningum vegna þess að menn áttuðu sig á því strax þá að það var ekki innstæða fyrir þessum stóru yfirlýsingum. Það sama er upp á teningnum hér.
Benedikt Halldórsson, 28.6.2019 kl. 12:58
Dugar okkur að hóta refsingu um fylgishrun þessara flokka þegar þeim virðist gjörsamlega sama nái þeir að svíkja landa sína og koma okkur í ESB?? Gilda ekki sömu lögmál um þetta og "að byrgja brunninn"(:? Afstýrum þessu stór-slysi; Miðflokkurinn gaf okkur frest með fádæma ósérhlífni.
Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2019 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.