Fimmtudagur, 27. júní 2019
Hrun í stuðningi við EES-samninginn
Árið 2004 voru 72 prósent þjóðarinnar sannfærð um að EES-samningurinn væri jákvæður fyrir Ísland, samkvæmt könnun Gallup. Í nýrri könnun utanríkisráðuneytisins mælist jákvæðni gagnvart EES aðeins 55 prósent.
EES-samningurinn heggur jafnt og þétt í fullveldi þjóðarinnar. Þriðji orkupakkinn færir Evrópusambandinu forræði yfir raforkumálum okkar, verði pakkinn samþykktur á alþingi.
Aðeins einn þingflokkur á alþingi, Miðflokkurinn, stendur í vegi fyrir óafturkræfum skaða sem EES-samningurinn veldur á náttúru landsins sem verður undirlögð virkjunaráformum, verði 3. orkupakkinn samþykktur.
Miðflokkurinn fer fyrir sístækkandi kjósendahópi sem telur EES-samninginn til óþurftar.
Athugasemdir
Ekki er Birgir Ármannss að sópa fylgimu að D-listanum?
Halldór Jónsson, 27.6.2019 kl. 08:29
Ja hérna. Þetta eru fréttir til næsta tómabæjar þingmanna xD.
Það er eins og að Utanríkisráðuneytið hafi verið eiga við PDF-skránna, því allt letur lítur út eins og að skýrslan sé dregin upp úr salerni og síðan þurrkuð á miðstöðvarofni.
Ráðuneytið hefur keyrt upprunalegu PDF-skránna frá Maskínu í gegnum barnaleikfangið "Foxit PhantomPDF Printer" sem er ekki sá PDF-hugbúnaður sem Maskína notar til að búa til PDF.
Allt innihald hefur afbakast í meðförum ráðuneytisins og lítur úr eins og barn hafi límt texta á servéttum á þerripappír og tekið svo Kodak-instamat ljósmynd af verkinu og troðið henni síðan inná síður skýrslunnar. Strax á blaðsíðu 4 hefst eyðileggingin. Skólabarn hefði gert betur.
Guðlaugur Þór hefur kannski verið að líma og klístra?
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 27.6.2019 kl. 10:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.