Miðvikudagur, 26. júní 2019
Píratar í vanda: segir Þórhildur Sunna af sér?
Siðbót er meginerindi Pírata í stjórnmál, að eigin sögn. Píratar hafa ofurtrú á reglum og vilja nýja stjórnarskrá til stokka upp grunnreglur samfélagsins.
Nú þegar forsætisnefnd alþingis kemst að þeirri niðurstöðu að þingmaður Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, hafi brotið siðareglur alþingis eiga Píratar aðeins tvo kosti í stöðunni.
Í fyrsta lagi að Þórhildur Sunna segi af sér þingmennsku og axli þar með ábyrgð. Í öðru lagi að Píratar gefi út þá yfirlýsingu að siðareglur séu ómarktækar og brot á þeim eigi ekki að hafa neinar afleiðingar.
Yfir til ykkar, sjóræningjar.
Forsætisnefnd sammála siðanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flestir sjá að siðareglur eru rugl.
Það er nóg að hafa lög í landinu. Við þurfum smá speis fyrir ófullkomleikann. Við veitum hvort öðru aðhald.
Það er svo í anda miðalda að dæma menn fyrir siðleysi. Eru allir menn siðaðir þar til siðleysi þeirra hefur verið sannað? Fer fólk á siðleysissakaskrá?
Auðvitað eru það "hinir" sem brjóta siðareglurnar.
Benedikt Halldórsson, 26.6.2019 kl. 14:05
Í fyrsta lagi að Þórhildur Sunna segi af sér þingmennsku og axli þar með ábyrgð.
Í öðru lagi að Píratar gefi út þá yfirlýsingu að siðareglur séu ómarktækar og brot á þeim eigi ekki að hafa neinar afleiðingar.
Af hverju ertu svona barnalegur Páll minn? Þessi þjóðflokkur þekkir ekkert prinsíp fyrir sig..
Halldór Jónsson, 26.6.2019 kl. 14:57
Nei, Þórhildur Sunna mun ekki segja af sér. Við munum hins vegar fá sýnishorn af sýn Pírata á hinsegin staðreyndir - alternative facts - í ómældu magni.
Ragnhildur Kolka, 26.6.2019 kl. 17:13
Í þriðja lagi að leggja niður þess nefnd sem hefur ekki gert annað en að grafa undan trausti til Alþingis frá því að hún tók til starfa, af því litla sem var eftir á þeim botni til að grafa upp úr.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2019 kl. 18:12
Stjórnleysingar, eins og þetta pírataafbrigði, virða hvorki siðareglur Alþingis né kristið siðferði (sbr. eindregna hrifningu þeirra af grimmdinni í fósturmorða-frumvarpinu) og því engin von til þess að þeir segi af sér.
Án þess að ég hafi flett aftur upp í Bakúnín, geri ég ráð fyrir því (sbr. póltísk banatilræði anarkista á 19. og 20. öld), að þeir láti (eins og Lenínistar) tilganginn helga meðalið. Og alla vegna njóta hinir varnarlausustu allra, ófæddu börnin, engrar miskunnar hjá þessu siðleysisliði.
Jón Valur Jensson, 26.6.2019 kl. 20:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.