Miðvikudagur, 26. júní 2019
Danir setja múslímum stólinn fyrir dyrnar
Dönsk stjórnvöld gefa út lista yfir gettó, hverfi þar sem útlendingar án vestræns uppruna (les: múslímar) eru í meirihluta, þátttaka í atvinnulífi er lítil, glæpir eru algengir, menntunarstig er lágt og tekjur sömuleiðis.
Danir skilgreindu gettó eftir að þeir vöknuðu upp við þann vonda draum að múslímar hreiðruðu um sig í menningarkimum og sögðu sig úr siðum og lögum dansks samfélags.
Sameinginlegt markmið danskra stjórnmálaflokka, hvort heldur til hægri eða vinstri, er að koma í veg fyrir gettómenningu. Það þýðir minni innflutningur fólks frá framandi menningarheimum og róttækar aðgerðir til að knýja á um aðlögun aðkomufólks að dönsku samfélagi.
Frederiksen verður forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta sem við eigum von á???!!
Sigurður I B Guðmundsson, 26.6.2019 kl. 10:20
Já,Sigurdur,bara verra sem okkar fólk er vitlausara en Danskir
Halldór Jónsson, 26.6.2019 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.