Ódýrir WOW-ferðamenn dýrir hagkerfinu

WOW seldi farmiða langt undir kostnaðarverði og treysti á stöðuga fjölgun þeirra. Þegar hægði á fjölgun ferðamanna hrundi viðskiptaáætlun WOW og félagið fór í gjaldþrot.

Ódýrir WOW-ferðamenn voru hagkerfinu dýrir vegna þess að fjöldinn skapaði álag á inniviði, s.s. vegi, heilbrigðisþjónustu og keyrði upp fasteignaverð vegna leiguíbúða, sem margar voru á svörtum markaði.

Eftir að WOW fór í þrot breyttist ástandið. Í meðfylgjandi frétt segir ,,hver ferðamaður er að skila meiri tekj­um í kassa þjóðarbús­ins en áður skv. nýj­um korta­veltu­töl­um, sem mild­ar höggið á hag­kerfið." Ódýru WOW-farþegarnir sitja heima og það er heppilegt fyrir hagkerfið í heild.

Umræðan um að ríkissjóður hefði átt að bjarga WOW er á villigötum. Ríkið á aldrei að bjarga ósjálfbærum einkarekstri frá gjaldþroti.


mbl.is Spá frekari stýrivaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Gunnlaugur Bjarnason

Fer nú valla saman að þeir hafi verið "ódýrir" þe eytt litlu og um leið keyrt upp fasteignaverð!

Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 24.6.2019 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband