Steingrímur og umboðslaust vald

Þegar Steingrímur J. var formaður Vinstri grænna hafði hann ekki umboð frá kjósendum til að styðja þingsályktun Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu. Umboðsleysi Steingríms fólst í því að yfirlýst stefna Vinstri grænna við kosningarnar 2009 var að Ísland skyldi ekki sækja um ESB-aðild.

Steingrímur hrökklaðist úr formannsembætti eftir klofning í flokknum og afhroð í kosningum.

Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsóknarflokkur hafa umboð frá kjósendum eða flokksfólki til að samþykkja 3. orkupakkann. (Meiri óvissa er með Vinstri græna í þessum efnum).

Flokkssamþykktir Sjálfstæðisflokks og Framsóknar kveða á um að ekki skuli framselja forræði náttúruauðlinda til ESB. Alveg eins og flokkssamþykkt Vinstri grænna fyrir kosningarnar 2009 sagði að Íslandi skyldi ekki sækja um ESB-aðild. Kjósendur veittu ekki heimild til að 3. orkupakkinn yrði samþykktur.  

Þegar stjórnmálaflokkar, sem eru á framfæri þjóðarinnar, svíkjast um og misbeita valdi sínu þarf að virkja neyðarrétt.

Miðflokkurinn virkjaði neyðarrétt á alþingi og talaði 3. orkupakkann í kaf. Þegar Steingrímur J., sem forseti alþingis, boðar afnám neyðarréttarins sýnir hann lýðræðislegri meginreglu fullkomna fyrirlitningu. Virðing alþingis eykst ekki með Steingrím J. í forsetastóli.


mbl.is Boðar endurskoðun reglna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Stundum neyðast stjórnmálamenn til að breytu um stefnu vegna óviðráðanlegra orsaka. Þeir útskýra málið fyrir kjósendum.

OP3 kemur eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Og til að bæta gráu ofan á svart eru ráðherrar með hroka og derring, sérstaklega utanríkis sem er bara eitt stórt ég.  

Kannski er ekki verið að fremja valdarán. Ég finn bara ekki rétta orðið yfir ástandið. 

Benedikt Halldórsson, 21.6.2019 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband