Elliði skilur EES, og dregur rétta ályktun

EES-samningurinn er fullvalda ríki hættulegur. Þess vegna taka Bretar ekki í mál að ganga inn í samninginn eftir úrsögn úr Evrópusambandinu, Brexit. ESB notar EES-samninginn til að sölsa undir sig valdheimildir sem með réttu eiga heima hjá EFTA-ríkjunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein, sem eru mótaðilar ESB í EES.

Elliði Vignisson er einn af örfáum stjórnmálamönnum sem þorir að segja upphátt það sem allir vita: EES-samningurinn er stórhættulegur fullveldi þjóðarinnar.

Elliði dregur einnig rétta ályktun þegar hann segir þurfa „sterk bein, sam­stöðu og út­sjón­ar­semi ef tak­ast á að tryggja hags­muni Íslend­inga í alþjóðasam­starfi án þess að fórna þeim mik­il­vægu rétt­ind­um sem fólg­in eru í því að vera sjálf­stætt þjóðríki. Þessa dag­ana eru marg­ir að spyrja sig að því hvaða fólk og hvaða flokk­ar séu lík­leg­ast­ir til þess.“

Ætli Elliði sé að leið í Miðflokkinn?


mbl.is EES „aðlögunarsamningur inn í ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Elliði er einn af þeim fáu sem þora að standa gegn, tja, hverju sem er. Þjóðin þarf einmitt svoleiðis fólk. Kjarkurinn er ekki flokksbundinn. 

Benedikt Halldórsson, 19.6.2019 kl. 16:37

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Samkvæmt álitsgjöfunum í Bítinu í morgun verður ÞKRG næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Elliði og aðrir eiga þar engan sjéns.

Ragnhildur Kolka, 19.6.2019 kl. 17:04

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

 Kannski sér Sjálfstæðisflokkurinn það einnig ásamt Elliða.

Með samþykkt Orkupakka 3 er engin leið fyrir Ísland önnur en að segja upp EES samningum þegar á reynir á ásókn erlendra og innlendra aðila að hlutast um að fá orku til að flytja út, og íslensk ríkisstjórn fær upplifað að blásið sé á alla fyrirvara sem það setti. Mál verða sótt hja ESA og íslenskir dómstólar sitja hjá.

Þá verður eina ráðið að segja upp þessum EES samningi sem hefur fært þjóðinni mikla gæfu.

Þetta er kannski planið hjá Sjálfstæðisflokknum- ÍS-exit í kjölfar BRECXIT

Eggert Guðmundsson, 19.6.2019 kl. 20:12

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður bæjarstjórinn í þorlákshöfn/Ölfusi,ég fagnaði komu hans þangað sem sonur minn býr.Kannski þakkar maður fyrir ef hann á ekki séns í Sjálfstæðisflokkinn eins og hann er mannaður í dag. En koma tímar koma ráð!

Helga Kristjánsdóttir, 19.6.2019 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband