Miðvikudagur, 19. júní 2019
Ekki svindla, Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi
Þriðji orkupakkinn var stöðvaður á alþingi með rökum sem héldu og fengu stuðning frá þjóðinni. Til að orkupakkinn verði samþykktur í haust þarf annað tveggja að gerast, að ný rök komi fram í málinu til stuðnings orkupakkanum eða að þjóðinni snúist hugur og vilji flytja forræði raforkumála Íslands til Brussel.
Allt annað er svindl.
Þjóðin er eindregið á móti framsali raforkumála til Brussel, yfir 6 af hverjum tíu landsmönnum vilja undanþágu frá orkulöggjöf ESB.
Það er verkefni ykkar, Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi að framfylgja vilja þjóðarinnar.
Allt annað er svindl.
Stjórnmálamenn sem svindla á þjóðinni eiga ekki framtíð fyrir sér.
Orkupakkamálið búið 2. september | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Orkupakkanum var frestað vegna þess að aðrir þingmenn gáfust upp á innantómu málþófi. Eða hver voru þau nýju rök sem komu fram í þessum "umræðum" Miðflokksmanna?
Þorsteinn Siglaugsson, 19.6.2019 kl. 12:18
Auk þess er það rangt að sex af hverjum tíu landsmönnum vilji undanþágu. Það eru fjórir af hverjum tíu. Þrír af hverjum tíu vilja ekki undanþágu og þremur af hverjum tíu er sama um málið.
Þorsteinn Siglaugsson, 19.6.2019 kl. 12:19
Þorsteinn Siglaugsson. Þú hefur verið að blogga um þennan Orkupakka 3 á ýmsum síðum bloggsins og verið að kritisera þá sem eru á móti honum.
Hvernig væri að þú gæfir okkur "vitleysingunum" sem vilja ekki þennan Orkupakka skýringar þínar á því að þu viljir og styður þennan Orkupakka 3.
Hver eru þin rök fyrir því að styðja Orkupakka 3?
Eggert Guðmundsson, 19.6.2019 kl. 19:58
Tek undir orð síðasta ræðumanns Eggerts Guðmundssonar og þrýsti þar með á Þorstein Sigurlaugsson að skýra mál sitt og hugsun. Á því er rík þörf.
Hrólfur Þ Hraundal, 19.6.2019 kl. 21:12
ER ekki þorsteinn eins og Rikisstjórnin ..rökþrota ?
rhansen, 19.6.2019 kl. 21:37
Ég bíð þess í ofvæni að sú stund renni upp að Þorsteinn svari loks þessari beinskeyttu spurningu, sem þið Eggert og félagar varpið fram, en líklega á hann bara ekkert svar við þessari uppáþrengjandi forvitni ykkar.
Jónatan Karlsson, 19.6.2019 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.