Sigurður Ingi malbikar með rafmagni

3. orkupakkinn er eins og malbik í frönsku Ölpunum, segir Sigurður Ingi formaður Framsóknar í örvæntingarfullri leit að réttlætingu fyrir framsali á náttúruauðlind Íslands til ESB.

Nærtækara væri fyrir Sigurð Inga að líkja rafmagni við kjöt. Þrátt fyrir sérstöðu Íslands í heilbrigði dýra má ekki leggja hömlur á innflutning á hráu kjöti. ESB notar EES-samninginn til að grafa undan hreinleika íslenskrar kjötframleiðslu.

Og fari svo hrapalega að alþingi samþykki 3. orkupakkann munu ESB-reglur gilda um framleiðslu og dreifingu rafmagns. Í framhaldi verður lagður sæstrengur.

Sigurður Ingi malbikar þá hálendi Íslands með evrópsku rafmagni.


mbl.is „Þér er ekki boðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Þriðji orkupakki ESB fjallar ekki um lagningu vega. Hefur formaður Framsóknar enn ekki áttað sig á því?

Júlíus Valsson, 8.6.2019 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband