Fimmtudagur, 6. júní 2019
Viðreisn og Samfylking: kljúfum Sjálfstæðisflokkinn
Þingmenn Viðreisnar og Samfylkingar sjá tækifæri að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn með því að leggjast á sveif með forystu Sjálfstæðisflokksins og samþykkja 3. orkupakkann.
Almennir sjálfstæðismenn eru í miklum meirihluta á móti 3. orkupakkanum. Nú þegar er umræða um stofnun nýrrar stjórnmálahreyfingar til höfuðs orkupakkanum. Fyrir hafa þekktir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins lýst yfir tiltrú á Miðflokknum, sem einn flokka stendur gegn samþykkt orkupakkans á alþingi.
Forysta Sjálfstæðisflokksins er komin í fangið á yfirlýstum ESB-sinnum sem eru meira en tilbúnir að kljúfa móðurflokk íslenskra stjórnmála. Forysta og þingflokkur sjálfstæðismanna eru strandaglópar á þingi og er hafnað af flokksmönnum. Þetta er afleiðingin af hrikalegu klúðri sem rekja til sambandsleysis við kjósendur.
Kallaði Steingrím harðstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki má gleyma núverandi samstarfsflokkum í ríkisstjórn. Þeim er líka ósárt um ófarir XD. Það styttist nefnilega í næstu þingkosningar.
Kolbrún Hilmars, 6.6.2019 kl. 13:42
Ég trúði alltaf á skynsama fólkið; en mikið langar mig að muna hversu langt er í næstu kosningar,segi þessi ekki af sér af einhverjum ástæðum.
Helga Kristjánsdóttir, 6.6.2019 kl. 18:33
Ég held það styttist nú í það, ágæta Helga, að þessi ríkisstjórn springi á limminu. Hver höndin er nú upp á móti annarri, jafnvel á þinginu, Katrín og Steingrímur ekki einu sinni sammála um hvenær afgreiða eigi/megi orkupakkann og öll spjót nú á Steingrími sjálfum, ekki sízt frá stjórnlausu sjóræningjunum.
Þegar þessi stjórn fellur, gefst tækifæri til að vinda ofan af vitleysum hennar, umfram allt glæpnum sem framinn var gagnvart ófæddum börnum, en einnig heimskulegu ófrjósemislöggjöfinni (þeirri langróttækustu á öllum Norðurlöndunum), og vonandi fellur stjórnin áður en áfengissalan verður færð inn í matvörubúðir!
Og rétt hjá Kolbrúnu. Enginn er annars bróðir í leik.
Og rétt sú ábending Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, að ekki hefðu þessir þingmenn ríkisstjórnarinnar náð meirihluta við síðustu alþingiskosningar, ef þriðji orkupakkinn hefði verið stefnumál þeirra!
Jón Valur Jensson, 7.6.2019 kl. 04:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.