Miðvikudagur, 29. maí 2019
Áslaug: sjálfstæðismenn kjósi Miðflokkinn
Áslaug ritari Sjálfstæðisflokksins skrifaði grein í Mogga í gær. Lykilsetning:
Það er ekki hlutverk Sjálfstæðisflokksins að standa vörð um úreltar hugmyndir sem þóttu einu sinni góðar.
Sjálfstæðisflokkurinn sem stofnaður var 1929 tók sér nafn flokks frá heimastjórnartíma sem krafðist fullveldis og sjálfstæðis.
Áslaug ritari nefnir hvorki sjálfstæði né fullveldi í grein sinni sem skrifuð er í tilefni af 90 ára afmæli flokksins.
Ósögð skilaboð ritarans eru þau að þeir sem eru hlynntir fullveldi landsins ættu að snúa sér til Miðflokksins.
Takk fyrir ábendinguna, Áslaug.
Athugasemdir
Hvað með stétt með stétt? Gamalt og úrelt?
Benedikt Halldórsson, 29.5.2019 kl. 18:08
Og ekki nóg með það.
Í næstum sömu málsgrein tekst henni að komast í algera mótsögn við sjálfa sig. Hún talar um "óumflýjanlegar breytingar sem framtíðin ber í skauti sér" - en svo kemur að - "mikilvægt er að við mótum framtíðina".
Hvort skyldi það vera?
Gunnar Rögnvaldsson, 29.5.2019 kl. 19:28
Og lengst af var þessi flokkur sagður hlynntur kristnum trúar- og siðferðisgildum, lét þess jafnvel getið í landsfundar-samþykktum að á þeim væri byggt.
En nú vilja "frjálslyndir" landsfundir ekkert við slíkt kannast, fella beinlínis slíkar tillögur, og í landstjórninni á flokkurinn nú frumkvæði að því að hleypa VG-Marxista í heilbrigðismálin, sem jafnvel á einum vetri ber fram þrjú lífsfjandsamleg frumvörp: til höfuðs enn fleiri og enn þroskaðri ófæddum börnum, gegn frjósemi 18-24 ára fólks og upp úr og gegn líftóru aldraðs fólks ("líknardráp")!
Jón Valur Jensson, 29.5.2019 kl. 20:37
Sbr. einnig þessa grein eftir kunnugan þingmann, sem lætur ekki ógetið niðurlægingu Sjálfstæðisflokksins:
Þungunarrofsfrumvarp – vinnubrögð Alþingi til minnkunar
= https://krist.blog.is/blog/krist/entry/2235383/
Jón Valur Jensson, 29.5.2019 kl. 20:49
... sem lætur ekki ógetið niðurlægingar ...
Jón Valur Jensson, 29.5.2019 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.