Áslaug: sjálfstæðismenn kjósi Miðflokkinn

Áslaug ritari Sjálfstæðisflokksins skrifaði grein í Mogga í gær. Lykilsetning:

Það er ekki hlut­verk Sjálf­stæðis­flokks­ins að standa vörð um úr­elt­ar hug­mynd­ir sem þóttu einu sinni góðar.

Sjálfstæðisflokkurinn sem stofnaður var 1929 tók sér nafn flokks frá heimastjórnartíma sem krafðist fullveldis og sjálfstæðis.

Áslaug ritari nefnir hvorki sjálfstæði né fullveldi í grein sinni sem skrifuð er í tilefni af 90 ára afmæli flokksins.

Ósögð skilaboð ritarans eru þau að þeir sem eru hlynntir fullveldi landsins ættu að snúa sér til Miðflokksins.

Takk fyrir ábendinguna, Áslaug.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hvað með stétt með stétt? Gamalt og úrelt? 

Benedikt Halldórsson, 29.5.2019 kl. 18:08

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og ekki nóg með það.

Í næstum sömu málsgrein tekst henni að komast í algera mótsögn við sjálfa sig. Hún talar um "óumflýjanlegar breytingar sem framtíðin ber í skauti sér" - en svo kemur að - "mikilvægt er að við mótum framtíðina". 

Hvort skyldi það vera?

Gunnar Rögnvaldsson, 29.5.2019 kl. 19:28

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og lengst af var þessi flokkur sagður hlynntur kristnum trúar- og siðferðisgildum, lét þess jafnvel getið í landsfundar-samþykktum að á þeim væri byggt.

En nú vilja "frjálslyndir" landsfundir ekkert við slíkt kannast, fella beinlínis slíkar tillögur, og í landstjórninni á flokkurinn nú frumkvæði að því að hleypa VG-Marxista í heilbrigðismálin, sem jafnvel á einum vetri ber fram þrjú lífsfjandsamleg frumvörp: til höfuðs enn fleiri og enn þroskaðri ófæddum börnum, gegn frjósemi 18-24 ára fólks og upp úr og gegn líftóru aldraðs fólks ("líknardráp")!

Jón Valur Jensson, 29.5.2019 kl. 20:37

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sbr. einnig þessa grein eftir kunnugan þingmann, sem lætur ekki ógetið niðurlægingu Sjálfstæðisflokksins: 

Þungunarrofsfrumvarp – vinnubrögð Alþingi til minnkunar

 = https://krist.blog.is/blog/krist/entry/2235383/

Jón Valur Jensson, 29.5.2019 kl. 20:49

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

... sem lætur ekki ógetið niðurlægingar ...

Jón Valur Jensson, 29.5.2019 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband