Sunnudagur, 26. maí 2019
XD fagnar í Fréttabl., Styrmir á Austurvelli
90 ára afmælisgrein formanns Sjálfstæðisflokksins birtist í Fréttablaðinu. Morgunblaðið birti grein eftir Sigríði Andersen, sem var hrakin úr ríkisstjórninni til að þóknast vinstraliðinu.
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins lengstan hluta lýðveldissögunnar, flutti ávarp á Austurvelli þar sem framsali á náttúruauðlindum var mótmælt. Á meðan fönguðu bernskir flokksmenn í Valhöll.
Fréttablaðið túlkar sjónarmið auðmanna og hefur gert frá tímum útrásar. 90 ára afmælisgrein Bjarna Ben. í auðmannaútgáfunni er til marks um hvar fyrrum móðurflokkur íslenskra stjórnmála leitar athvarfs.
Morgunblaðið er eldra en Sjálfstæðisflokkurinn og hefur sótt fullveldi og varið sjálfstæði þjóðarinnar lengur og betur en flokkurinn.
![]() |
Þingmenn að bregðast þjóð sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það veit ekki á gott fyrir framtíðina ef formaður SjLfstæðisflokksins er að koma sér fyrir í skotgröfum Fréttablaðsins.
Ragnhildur Kolka, 26.5.2019 kl. 09:49
Þetta er ómerkileg færsla hjá bloggkónginum og eiginlega barasta hreinn rógur
Halldór Jónsson, 26.5.2019 kl. 10:06
Blessaður Halldór.
Páll týnir til nokkrar staðreyndir og setur þær í samhengi umræðunnar, þó hann sleppir að nefna hið augljósa að núverandi formaður er í fýlu við fyrrverandi og Mogginn sé því látinn gjalda.
Þú hins vegar kemur sæll og glaður eftir góðan viðgjörning af afmælisfundi og hnýtir í Pál, án þess að rökstyðja.
Hvað kallast það nú aftur??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2019 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.