Orkupakkinn er Brexit-gildra XD

Siðir breytast og samfélagsgildi þróast. Stjórnmálaflokkar sem verða viðskila við kjörfylgi sitt lenda í tilvistarvanda.

Breski Íhaldsflokkurinn er að liðast í sundur sökum þess að þinglið og forysta varð viðskila við kjósendur, sem vildu fullfremja Brexit, úrsögn úr ESB. Ráðandi öfl í flokknum vildu halda Bretum í klóm ESB. Afleiðingin er öllum kunn, gamall flokkur er kominn á vonarvöl.

Í orkupakkanum stendur Sjálfstæðisflokkurinn frammi fyrir Brexit-gildru. Ef ráðandi öfl fá sínu framgengt, og orkupakkinn verður knúinn í gegn, heggur það í grunnfylgi flokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn getur illa bætt sér upp þá kjósendahópa sem yfirgefa flokkinn vegna orkupakkans. Það er ekki líklegt að kjósendur Samfylkingar krossi við XD. Aftur gæti viðreisnarfylgi snúið heim, en það er varla upp í nös á ketti.

Um aldamótin var talað um tvo turna í íslenskum stjórnmálum. Yngri turninn, Samfylking, féll með brauki og bramli 2013. Sá eldri, Sjálfstæðisflokkur, fer brátt sömu leið. Evrópumál fella báða turnana. Forysta beggja flokka er ESB-sinnuð en almenningur ekki.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Samþykki ríkisstjórn Orkupakka 3 verður það banabiti hennar og þá um leið Sjálfstæðisflokksins. Góð afmælisgjöf sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins gefa flokk sínum á 90 ára afmælisári.

Bjarni Ben farinnn til Páfagarðs og reyna að ná í aflátsbréf í Katólskum sið.

Eggert Guðmundsson, 26.5.2019 kl. 18:03

2 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sá sem vill fá fólk með sér í ferðalag, hvað þá í óvissuferð, hellir sér ekki yfir fólkið í frekjukasti ef það vill fresta ferðinni. Fyrirvarar er mannlegir. Við áskiljum okkur rétt til að skipta um skoðun ef okkur líst ekki blikuna.  

Dæmi. Maður býður konu á deit. Þau fara saman út að borða. Hann hringir daginn eftir í hana og vill hitta hana aftur. Hún vill það ekki. Sá sem heimtar almennileg "rök" fyrir neituninni og kallar konuna heimskingja í þokkabót er eltihrellir. Hann kann ekki mannleg samskipti. Pólitík er engin afsökun.

Íslendingar hafa vissulega gefið Evrópusambandinu undir fótinn og gefið ýmislegt í skyn að náið samband komi vel til greina. En samkvæmt skoðanakönnunum vill meirihluti fólks fresta orkupakkanum um nokkra mánuði, ekki síst vegna frekjunnar og tilætlunarseminnar sem minnir á hegðun eltihrellis.  

Níðskeytunum rignir yfir fólkið sem vill ekki nánara samband.

Fólk með sjálfsvirðingu  vill fara í ofbeldissamband.

Benedikt Halldórsson, 26.5.2019 kl. 21:29

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það vantar ekki. Fólk með sjálfsvirðingu vill ekki fara í ofbeldissamband

Benedikt Halldórsson, 26.5.2019 kl. 21:31

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Evrópusmbandið verður ekki alltaf til,en það verður Ísland. Hvað gefur esbhrellirinn í sambandinu,? Boð og fyrirmæli Lissabonsáttmálans sem rífa niður sjálfstæði já Benedikt og sjálfsvirðingu Íslendingsins,sem vill vinna og nýta auðlindir sínar og búa vel að komandi kynslóðum. 

Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2019 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband