Mánudagur, 20. maí 2019
Unga EES-fólkið er gamaldags
EES-samningurinn er frá síðustu öld, viðbrögð við pólitískum aðstæðum sem voru þá ríkjandi. Unga fólkið í auglýsingu Fréttablaðsins rígheldur í gamaldags alþjóðahyggju sem er komin fram yfir síðasta söludag.
Texti auglýsingarinnar staðfestir úrelt viðhorf íslensku unglinganna:
Í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi um úrsögn Breta úr Evrópusambandinu og í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 svaf ungt fólk á verðinum með afleiðingum sem eru öllum ljósar.
Brexit og sigur Trump er samtímapólitík. Vörn fyrir valdablokk eins og ESB og bandaríska útþenslustefnu tilheyrir 20. öldinni.
Auglýsingaungmennin 272 ættu að drífa sig inn í 21. öldina og glíma við verðugri verkefni en að berjast fyrir veröld sem var.
Ungt fólk sem styður EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einangrunarhyggja?
Kíkja í pakkann? - "applicant state" eða "candidate state".
Íslenskan er misnotuð til áróðurs og útúrsnúninga. Engin veit lengur hvað orðin merkja.
Þegar það vottar fyrir hugsun, efa og andstöðu við tilskipanir "æðri máttar" sem í þessi tilviki er EES, er verið að "spila með framtíðina okkar". Hvernig má það vera? Er andstaða við orkupakkann ógn við opið samfélag? Eða frjálst samfélag? Hvað merkja þessi orð? Hvað merkir alþjóðlegt samfélag? Að engin hafi skoðun?
Hvað þýðir - stöndum saman gegn einangrunarhyggju?
Ég legg til að hér eftir verði enska hin aljóðlega tunga vor töluð þegar ræða þarf mikilvæg mál. Sá sem er á móti tillögunni er þröngsýnn afdalainnansveitareinangrunarsinni.
Benedikt Halldórsson, 20.5.2019 kl. 09:43
Hvernig væri að þetta svo kallaða "unga fólk" (sem ég efast um að sé til) taki einangrunina utan af rafmangskaplinum (einangrunarhyggjuna) og þreifi og þukli aðeins á þeim.
Svona smá veruleika-tékk. Hver veit nema að það verði þá upplýst.
Þetta minnir óneytanlega á geðklofahreyfinguna fyrir Icesave. "Já Ísland" kallaði hún sig.
Gunnar Rögnvaldsson, 20.5.2019 kl. 11:01
Já, Gunnar. Ég er viss um að ef fólkið í þessum hópi gerir þetta þá verði það bæði snortið og fái uppljómun. Bezt er að snerta koparinn með tungunni til að fá allan orkupakkann.
Aztec, 20.5.2019 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.