Laugardagur, 18. maí 2019
Vinstriútgáfa: guð, loftslag og máttur orðsins
Guardian er vinstriútgáfa sem gerir það þokkalega beggja vegna Atlantshafs. Sérstök tilkynning útgáfunnar um hvernig eigi að ræða loftslagsmál er ákall til pólitíska rétttrúnaðarins að herða sig í baráttunni fyrir alþjóðaríki vinstrimanna.
Vel fer á því að páfinn, já, þessi eini sanni í Róm, er kallaður til vitnis um að veðurfar á jörðinni sé manngert. Frá miðöldum er páfinn óskeikull. Aðrar heimildir Guardian fyrir hlýnun jarðar af mannavöldum eru aðalritari Sameinuðu þjóðanna og nútímaútgáfan af Jóhönnu af Örk, sænska stúlkubarnið Gréta Thunberg, leiðtogi skólabarna í verkfalli fyrir loftslagið.
Guardian trúir á mátt orðsins og ætlar að kalla veðurfarsbreytingar neyðarástand af mannavöldum. Þeir sem efast um manngert veður fá heitið ,,afneitarar" - sem réttlætir útskúfun frá opinberri umræðu.
Í upphafi var orðið segir í gamalli bók. Viðbót vinstrimanna: aðeins rétttrúaðir fá að taka til máls. Afleiðingin verður ein skoðun, eitt heimsríki og - síðast en ekki síst - ein og sama eymdin fyrir alla.
Loftslagsneyðarástand ekki breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll er með’etta:
“Vel fer á því að páfinn, já, þessi eini sanni í Róm, er kallaður til vitnis um að veðurfar á jörðinni sé manngert. Frá miðöldum er páfinn óskeikull. Aðrar heimildir Guardian fyrir hlýnun jarðar af mannavöldum eru aðalritari Sameinuðu þjóðanna og nútímaútgáfan af Jóhönnu af Örk, sænska stúlkubarnið Gréta Thunberg, leiðtogi skólabarna í verkfalli fyrir loftslagið”.
Þetta er fólkið sem hafnar kristinni trú fyrir vísindin.
Ragnhildur Kolka, 18.5.2019 kl. 11:31
Góður pistill. Það er alveg á mörkunum að maður þori að segja að þessi hlýnun af mannavöldum sé bara KJAFTÆÐI......
Jóhann Elíasson, 18.5.2019 kl. 14:19
Þorðu það bara, Jóhann, því að það er nákvæmlega það sem það er, kjaftæði.
Aztec, 19.5.2019 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.