Katrín, fóstureyðing og rétturinn til lífs

,,Sjálf hefði hún [Katrín] viljað ganga lengra og treysta kon­um til fulls með því að hafa eng­in tíma­mörk á þung­un­ar­rofi."

Orð forsætisráðherra fela í sér að móðirin ein og alfarið ráði lífi einstaklings áður en klippt er á naflastrenginn. Kvenréttindi trompa mannhelgi.

Nýfætt barn er álíka ósjálfbjarga og fóstrið sem það var augnablikum áður. Hvers vegna má móðirin ekki eyða nýfæddu barni alveg eins og hún hefði leyfi til þess fram að fæðingu? Fæstar konur geta án utanaðkomandi aðstoðar fætt barn - hvað þá búið það til. Hvaðan kemur sá réttur að móðirin ein skuli ráða lífi einstaklings fram að fæðingu?

Mannhelgi getur ekki vikið fyrir kvenréttindum vegna þess að kynjaréttindi eru afleidd af mannhelgi. Án mannhelgi eru engin önnur réttindi. 


mbl.is Hefði sjálf viljað ganga lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mér hefur það fundist vanta meira inn í alla þessa umræðu

hvort að fóstrin séu t.d. með down-syndrom / stórkostlega fötluð

eða 100% heilbrigð þegar að þessir gjörningar eru framkvæmdir.

=Þessi mál eru oft þess eðlis að það  er erfitt að segja annaðhvort JÁ eða NEI

á alla línuna.

Jón Þórhallsson, 14.5.2019 kl. 12:04

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fólk með Downs-heilkenni er oftast stórkostlegir einstaklingar. Það hvernig fóstureyðingum er beitt til að útrýma slíku fólki er óhugnanlegt svo ekki sé meira sagt.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.5.2019 kl. 16:04

3 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Í mínum huga er þetta einfalt, konan/makinn , fólkið sem tekur afleiðingunum ræður. Hinsvegar hefði ég talið að 12 vikur væru almennt nóg.

Undantekningar eru þú að við 20. viku kemur oft í ljós hvort að fóstrið er lífvænlegt 

Fóstureyðingar eftir 12 viku ættu að vera undantekning.

kv.

Emil

Emil Þór Emilsson, 14.5.2019 kl. 16:06

4 Smámynd: Mofi

Ég ætla rétt að vona að enginn gleymi þessum orðum Katrínar og hennar pólitíski ferill er hér með á enda. Fólk sem finnst í lagi að myrða níu mánaða börn á auðvitað ekki að fá að leika lausum hala, hvað þá stjórna einhverju.

Mofi, 14.5.2019 kl. 18:17

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef rétt er að fela fólki sjálfdæmi um það, fram að fæðingu, eða jafnvel eitthvað framyfir hana, að ákveða hvort fóstur eigi rétt til lífs, væri þá ekki rétt að fela því einnig sjálfdæmi um það, hvort annað fólk, fullorðið, eigi slíkan rétt?

Og sé rétturinn til lífs skilyrtur við það að einstaklingur geti lifað án aðstoðar annarra, hvað um alvarlega fatlað fólk eða gamalt og veikburða. Ef þetta er forsendan leiðir af henni að réttmætt er að sálga slíku fólki einnig.

Þorsteinn Siglaugsson, 14.5.2019 kl. 21:22

6 Smámynd: Óskar Kristinsson

Katrín hefði verið fín í útrímingabúðum NASISTA.

Svo er annað að hún vill auðvitað hafa þetta matarmikið.

Þessvegna vegna 8 til 9 mánaða.

Sammála þetta fólk á ekki að ganga laust.

Óskar Kristinsson, 14.5.2019 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband