Sunnudagur, 12. maí 2019
Brexit, orkupakkinn og fall flokka
Breska þjóðin kaus úrsögn úr Evrópusambandinu, Brexit, en stjórnmálamenn vilja ekki framfylgja niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu. Íslendingar kusu flokka sem lofuðu fullveldisstefnu en fylgja stefnu ESB-flokka eins og Samfylkingar og Viðreisn.
Í báðum tilfellum verður eitthvað undan að láta. Í Bretlandi verður Íhaldsflokkurinn minnstur flokka og á Íslandi hrapar Sjálfstæðisflokkur.
Skrítið hvað ESB fokkar upp dómgreind fólks. Það missir sjónir á einföldustu atriðum, eins og þeim að stjórnmálamenn eru þjónar almennings ekki yfirboðarar. Nema, auðvitað, í Brussel. Þar ráða ekki kjörnir fulltrúar ferðinni heldur ríkir þar einveldi embættismanna.
Brexit-flokkurinn langstærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Margt bendir til þess að mútur eigi góðan aðgang að ráðamönnum. Hvað annað getur valdið svo snörpum viðsnúningi sumra ráðherra???
Tómas Ibsen Halldórsson, 13.5.2019 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.