Ísland hagnast á hlýnun; neyð segir ráðherra Vinstri grænna

Ísland hagnast á hlýnun, segir Stanford-háskóli. Neyðarástand, öskrar ráðherra Vinstri grænna, og heimtar ráðstafanir til að rífa upp blómin i haga aukinna landgæða.

Við þurfum ekki rannsókn frá Stanford til að segja okkur að búsetuskilyrði á Íslandi batna með hlýrra veðurfari. Á gullöld okkar, frá landnámi til um 1300, vorum við mesta siglingaþjóð á norðurhveli jarðar, og þótt víðar væri leitað. Á litlu-ísöld 1300-1900 var landið nær óbyggilegt löngum stundum.

Við þurfum heldur ekki ráðherra Vinstri grænna, og Gulla meðreiðarsvein, að telja úr okkur kjarkinn að reka hér blómlegt þjóðarbú, fullvalda og í sátt við alþjóðasamfélagið.


mbl.is Íslendingar hagnast á hnatthlýnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband