Föstudagur, 3. maí 2019
Orkupakkinn er pólitík, en ekki flokkspólitík
Andstaðan við orkupakka 3 er almennari í þjóðfélaginu en á alþingi. Á talandi stundu eru sex þingflokkar fylgjandi orkupakkanum, ríkisstjórnarflokkarnir þrír auk Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata. Aðeins Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru á móti.
Úti í þjóðfélaginu eru þekktir framsóknarmenn á móti orkupakkanum: Frosti Sigurjónsson, Guðni Ágústsson; sjálfstæðismenn eins og Styrmir Gunnarsson og Davíð Oddsson; samfylkingarfólkið Jón Baldvin og Sighvatur Björgvinsson; vinstri grænir á borð við Ögmund Jónasson og Drífu Snædal.
Um 11 þúsund manns eru búin að skrifa undir áskorun fjöldahreyfingarinnar Orkan okkar um að alþingi hafni 3. orkupakkanum.
Yfirráð Íslendinga yfir náttúruauðlindum þjóðarinnar er mörgum hjartans mál. Þegar flokkspólitíkin verður viðskila við stóran hluta þjóðarinnar er hætta á ferð, einkum fyrir flokka sem tala tungum tveim og sitt með hvorri. Munið Icesave-lögin og kosningarnar 2013.
Athugasemdir
Ég hlustaði á Utanríkisráðherra á útvarpi Sögu í gær og aftur endurtekninguna í morgun. Ég reiknaði með að fá að heyra einhverjar staðreyndir um orkupakka þrjú, en mikil urðu nú vonbrigðin. Maðurinn (Utanríkisráðherra) talaði alveg hreint heilan helling en sagði mjög lítið. Hann svaraði ekki einföldum spurningum þess í stað talaði hann í kringum hlutina og fór þá leið að saka andstæðinga orkupakkans um ósannsögli. Þessi frammistaða Utanríkisráðherra verður lengi í minnum höfð og það hvernig hann festi í sessi hvernig stjórnmálamenn taka á óþægilegri umræðu............
Jóhann Elíasson, 3.5.2019 kl. 12:24
Eins og ég hef oft sagt áður ... menn geta séð hvað EU stendur fyrir, með að horfa á vandamál þýskalands og frakklands í hnotskurn. Þessi lönd hafa valdið löndum sínu, gífurlegum vandamálum sem aldrei verða leyst. Að Ísland, eða önnur ríki séu sjálfstæði innan bandalagsins, geta menn séð í spéspegli BREXIT málsins.
Hver sá Íslendingur, sem gefur EU máli sínu ... má líkja við föðurlandssvikara.
Örn Einar Hansen, 3.5.2019 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.