Miðvikudagur, 1. maí 2019
Ný sjálfstæðisbarátta: Mogginn og ASÍ í sama liði
Leiðari Morgunblaðsins leggur út af umsögn ASÍ um orkupakkann. Ásælni ESB annars vegar og hins vegar peningamanna í auðlindir þjóðarinnar breyta víglínum stjórnmálanna.
Gegnheill sjálfstæðismaður eins og Gunnar Rögnvaldsson er ekkert að skafa af hlutunum: vald er sótt til útlanda til einkavæða auðlindir almennings.
Fréttablaðið, trútt uppruna sínum sem málgagn auðmanna, skrifar hvern leiðarann á fætur öðrum til stuðnings orkupakkanum.
Sál Sjálfstæðisflokksins er í húfi. Er móðurflokkur íslenskra stjórnmála genginn fyrir björg auðmanna og erlendra hagsmuna eða er hann enn þjóðarflokkur?
Á meðan mest mæðir á ráðherrum og þingliði Sjálfstæðisflokksins eru aðrir flokkar stikkfrí. En aðeins á yfirborðinu. Orkupakkamálið er orðið það stórt að sitthvað mun undan láta áður en yfir lýkur.
Þriðji orkupakkinn feigðarflan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður pistill að vanda kæri Páll. Rétt mælir þú um hinn gagnorða og réttsýna Gunnar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.5.2019 kl. 10:46
Páll, ég bara man ekkert eftir þér í Sjálfstæðisflokknum og þykist hafa sæmilegt minni. Geturðu ekki rifjað störf þín innan raða flokksins mér til glöggvunar?
Einar Sveinn Hálfdánarson, 1.5.2019 kl. 12:00
Helsta vopn Fréttablaðsins gegn samtökunum Orkan okkar eru uppnefningar. Fremur klént finnst mér. Minnir á skólaportið, engin rök, bara gamaldags einelti.
Júlíus Valsson, 1.5.2019 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.