Þriðjudagur, 30. apríl 2019
Lögmaður í pólitík, þingmenn í lögfræði
Evrópusambandið skrifar pólitík í lagatexta. Framkvæmdastjórn ESB notar jöfnum höndum hugtökin stefnumál (policies) og lög (law). Hér á Íslandi leggjast menn undir fávísisfeld þar sem lögfræðingur á þingnefndarfundi talar eins Evrópupólitíkus og þingmenn týna sér í lagatækni.
Í báðum tilfellum birtist einbeittur vilji til að skilja ekki kjarna málsins í orkupakkanum.
Skúli Magnússon, dómari og kennari í lögum, kemur fyrir þingnefnd og segir setningar eins og
Með því að hafna því að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara væru Íslendingar í raun að segja að þeir vildu velja bestu molana úr samstarfinu og það væri Evrópusambandinu ekki að skapi.
Skúli ræðir hér pólitík en ekki lögfræði. Á hinum endanum eru fávísir þingmenn sem keppast við að sökkva sér ofan í lagatexta en skilja ekki pólitíkina.
Orkupakkinn er hluti af pólitískri stefnu ESB um að mynda orkusamband með miðstýrðu ákvörðunarvaldi. Þetta liggur fyrir þótt íslenskir þingmenn keppist við að skilja það ekki.
Miðstýrt erlent vald yfir orkumálum Íslendinga felur í sér að alþingi getur ekki lengur sett lög um raforkumál í þágu þjóðarhagsmuna - lagavaldið er komið út fyrir landsteinana.
Ísland er í dauðafæri að afþakka aðild að orkusambandi ESB. Við erum ekki tengd raforkukerfi ESB. En ef við samþykkjum 3. orkupakkann jafngildir það lagalegri og pólitískri yfirlýsingu um að við ætlum okkur að verða hluti af orkusambandi ESB. Eftir það verður ekki aftur snúið.
Neikvæðar afleiðingar markmið ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjóðin er að vakna.
Júlíus Valsson, 30.4.2019 kl. 09:08
Fullvalda þjóð og frjálsir einstaklingur eru ekki hundar á hlýðninámskeiði jafnvel þótt það sé kjarninn í lögræðiláliti sérfræðinga.
Benedikt Halldórsson, 30.4.2019 kl. 09:45
Blessaður Páll.
Stundum ertu bara með naglann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.4.2019 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.