Mánudagur, 29. apríl 2019
Flokkadauði - þrjár meginástæður
Um alla Evrópu deyja sögulegir stjórnmálaflokkar drottni sínum, segir í Telegraph. Stöndugir flokkar til áratuga sem leiddu samfélög sín upp úr rústum seinna stríðs hrapa í fylgi á meðan nýmæli til hægri og vinstri sópa til sín kjósendum.
Hvað veldur?
Meginástæður eru þríþættar:
a. Flokkarnir tapa hefðbundnu baklandi sínu, gildir sérstaklega um vinstriflokka sem glata stuðningi verkalýðshreyfingarinnar.
b. Flokkum mistekst að svara kalli kjósenda um taka á brýnum samfélagsvanda, s.s. upplausn vegna aðstreymis flóttamanna með framandi menningu og siði.
c. Flokkarnir verða fangar elítu sem sýna almenningi hroka í anda einveldis; við vitum hvað ykkur er fyrir bestu.
Samfylking er deyjandi flokkur af ástæðu a. - Sjálfstæðisflokkurinn af ástæðu b. og c.
Athugasemdir
Bara fúlegg eftir í valshreiðrinu í Valhöll, segir þessi xD-kona í atvinnumálanefnd flokksins.
Amen Páll - og Amen Elinóra.
Já Páll: Vested interests, það er málið.
Þakkir
Gunnar Rögnvaldsson, 29.4.2019 kl. 16:14
Ég hef verið sjálfstæðismaður alla mína tíð. Flestir þeir sem nú eru að komnir upp á dekk og hæst hafa til að enda EES samninginn með norska O3 gambítnum eru ekki starfandi í mínum flokki, alla vega hef ég ekki séð þá í Valhöll eða á landsfundum. Afstaða SDG og Gunnars Braga er sérkapítuli, en vel við hæfi.
Það mæta sjálfstæðisfólk eins og Elinóra Inga Sigurðardóttir og hann Ívar Pálsson eiga alla mína samúð eftr að hafa látið glepjast af norskum áróðri. – Mér var svo sem boðið að koma á fund þeirra. Leiðin úr EES liggur þráðbeint í ESB, að vísu með stuttum útúrdúr eftir úrsögn þegar unga fólkið áttar sig á að náms og atvinnufrelsið sem fylgir EES er horfið.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 29.4.2019 kl. 16:58
Þú meinar kannski Norðurlandasamstarfið og íslenska námsmenn í Bandaríkjunum, Einar. Hvorugt kemur ESB við.
Það eru Valhallarmenn sem eiga að starfa fyrir okkur flokksmenn og kjósendur. Þaðan heyrist aldrei múkk og síst af öllu fyrir kosningar. Það eina sem gerist er að Valhöll lætur auglýsingastofu gera heilsíðu "þökkum stuðninginn" til að birtast í Mogganum þegar flokkurinn tapar kosningum vegna forystunnar sem mígur á sig, þrátt fyrir bardaga okkar flokksmanna á vígvellinum. Vígvöllurinn er ekki inni í Valhöll talandi við sjálfa sig í speglasal.
Það myndi aðeins handfylli flokksmanna taka eftir því ef Valhöll væri ekki þarna. Enda er hún ekki þarna. Hún er úti að aka. Þess utan er þessi metoo kumbaldi staðsettur í Austur-Berlín Reykjavíkurborgar og humar.
Hef aldrei séð eins lélega, hæfileikasnauða og gelda flokksforystu í neinu landi. Allt þetta fólk þarf að fara. Allt!
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 29.4.2019 kl. 17:26
Við höfum ekki enn þurft að éta sænskan elg, norskar lúffur, finnska birni og eyðileggja íslenskan landbúnað, né gefa útlendingum tangarhald tilverugrunni okkar, vegna Norðurlandasamstarfsins. Það hefur bara virkað eins og NATO.
Íslendingar hafa alltaf getað keypt fyrirtæki í útlöndum og rekið þau, ef þeir eiga til þess peninga.
Það þarf ekkert útjaskað hálfsovéskt pólitískt hóruhús eins og ESB til þess.
Gunnar Rögnvaldsson, 29.4.2019 kl. 17:57
Vegna þess að hér á undan er nefnt að námsfrelsið (sem fylgir EES?) sé í húfi, þá get ég leyft mér að votta að jafnaldrar mínir, sem eru nú komnir á eftirlaunaaldur, höfðu frelsi til þess að læra hvaðeina sem hugur þeirra stóð til hér áður fyrr. Sumir á norðurlöndunum, aðrir í París, Berlín, jafnvel austan fyrir járntjald, í UK og þó nokkrir í BNA. Þá sem nú var vandamálið aðeins fjárráðin. Jafnaldrar mínir voru með uppsteit og mótmæli í Noregi og Svíþjóð á námsárunum vegna námslána íslenska kerfisis. EES var þá aðeins fjarlægur og blautur draumur á meginlandinu.
Kolbrún Hilmars, 29.4.2019 kl. 19:05
Þegar tillaga kemur um að fara í erfitt ferðalag er galið að "plata" þá sem vilja ekki koma með í einskonar "tímaferðalag". Með hjálp sérfræðinga og ESB tæknimanna færumst við nær Brussel gegn okkar vilja en sérfræðingar hafa tekið að sér að túlka vilja okkar.
Íhaldssemi er kostur. Af hverju að taka áhættuna og fara í óvissuferð sem endar sennilega út í móa? Við vitum hvað við höfum. Við vitum að ESB mun ekki bæta lífskjör á Íslandi. Flokkur sem reynir að "lauma" fólki inn í ESB fer gegn eðli sínu og karakter. Hann fórnar öllu fyrir ekkert.
Í mörg ár höfum við fengum ótal "glóbal" tilboð sem við máttum alls ekki hafna. Orkupakki 3 var kornið sem fyllti mælinn og fær því fleiri nei en í eðlilegu árferði eðlilegra samskipta frjálsra manna og fullvalda ríkja.
Benedikt Halldórsson, 30.4.2019 kl. 06:03
Það er beinlínis fyndið þegar flokksmenn Sjálfstæðisflokksins eins og Einar Sveinn hér að ofan telja mig hafa glapist af norskum áróðri (að standa gegn Orkupakkanum). Á Landsfundum XD allt síðan 1988 hef ég staðið á vaktinni fyrir viðskiptafrelsi, m.a. það ár gegn formanninum, ESB- sinnanum Þorsteini Pálssyni, sem stöðvaði baráttu mína fyrir frelsi í útflutningi og verndaði þar með SÍF, SH, Sambandið og fleiri battterí gegn framsæknum nýliðum. Það ár stofnaði ég útflutningsfyrirtækið sem ég hef rekið síðan. EES- samningurinn dugði okkur vel í langan tíma, en ESB- sinnar vilja bæta nú við hann einhliða regluveldis- bálkum (eins og O3) í anda Þorsteins sem er hreinlega ekki hægt að samþykkja.
Flokksforysta Sjálfstæðisflokksins valdi sér rangan bardaga með Þriðju Orkutilskipun ESB, alveg eins Icesave og þjónkun við Samfylkinguna forðum. Í hvert sinn molnar undan grasrótinni, sem sárt er að horfa upp á.
Ívar Pálsson, 30.4.2019 kl. 06:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.