Laugardagur, 27. apríl 2019
Vinstriútgáfan Kjarninn tapar 47 milljónum - rukkar ríkið
Í grein Sigurðar Más er farið yfir rekstrartölur Kjarnans á árunum 2014 og út árið 2017. Þar greinir hann réttilega frá því að samanlagt tap á þessum fjórum árum hafi verið 47 milljónir króna.
Ofanritað er játning ritstjóra Kjarnans, Þórðar Snæs Júlíussonar, á stórfelldu tapi vinstriútgáfunnar.
Þórður Snær er ósáttur við að Sigurður Már Jónsson blaðamaður tekur Kjarnann til bæna í Þjóðmálum.
Vellauðugir vinstrimenn halda úti Kjarnanum til að herja á stjórnmálamenn á hægri kanti stjórnmálanna, t.d. Hönnu Birnu, Sigmund Davíð og Sigríði Andersen.
Þórður Snær ritstjóri er einn ákafasti talsmaður þess að ríkið fjármagni einkarekna fjölmiðla. Líklega eru Panama-Þorsteinn og vinstriauðmennirnir þreyttir á taprekstrinum og seilast þess vegna í vasa almennings. Gömul saga og ný.
Athugasemdir
Þetta þætti ekki mikið á Morgunblaðinu..
Guðmundur Böðvarsson, 28.4.2019 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.