ESB-sinni játar ósigur í OP3-umræðunni

Tvær öruggar vísbendingar um málefnalegt gjaldþrot eru þegar umræðan er persónugerð, farið í manninn en ekki boltann, annars vegar og hins vegar þegar ýkjur eru orðnar svo stórkostlegar að þær verða hlægilegar.

Ritstjóri Fréttablaðsins er ESB-sinni. Hann líður önn fyrir hve illa er komið fyrir umræðunni um 3. orkupakkann og segir andstæðingana ,,athyglissjúka". Í lok leiðarans koma ýkjurnar: ef við samþykkjum ekki orkupakkann fáum við hvorki kaffi né bíla frá útlöndum.

Takk, Kristín Þorsteinsdóttir, að veita okkur innsýn í stöðumat ESB-sinna.

Í viðtengdri frétt er sagt frá ályktun sveitarstjórnarmanna í Skagafirði. Þeir mæla gegn samþykkt orkupakkans. Þetta er ein afleiðing umræðu síðustu mánaða, sem sýnir æ betur að fólki finnst óheppilegt að framselja til Brussel forræðinu í raforkumálum.

En þótt fylgismenn orkupakkans sitja uppi með gjörtapaða stöðu í umræðunni er ekki að sjá bilbug á ríkisstjórnarflokkunum, sem ætla sér að knýja í gegn samþykkt á alþingi.

Það er verulega slæmt fordæmi þegar stjórnvöld lýsa þjóðarfélagsumræðuna ómarktæka. Stjórnvöld sem þannig haga sér segja skilið við umbjóðendur sína. Og það er ekki vel gott í samfélagi sem kennir sig við lýðræði.


mbl.is Vilja undanþágu frá orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Ritstjóri Fréttablaðsins heldur í góðri trú að ESB sé alþjóðastofnun. Uppnefnin "hestahvíslari, (sjálfskipaður) þjóðernissinni, einangrunarsinni, popúlisti, sviððsljósfíkill, hverúlant" eru nöfn sem menn geta borið með stolti þegar fullur sigur er unninn i fullveldisbaráttu Íslandi í orkumálumsem hefur akkúrat EKKERT með alþjóðasamstarf okkar að gera.

Áður fyrr tíðkaðist að berja hross til hlýðni. Nú tala menn lágt og rólega til ótaminna hesta til að vekja upp hjá þeim eðlislega forvitni. Hestahvísl hefur því leyst svipuna af hólmi. Snörur og svipur nýtast þó enn vel í einræðisríkjum og þar sem lýðræðið er af skornum skammti. 

Júlíus Valsson, 27.4.2019 kl. 11:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sjaldan hef ég lesið annað eins bull og þennan leiðara.  Sem dæmi er hægt að taka; "Eftirmál Brexit hafa einkum snúist um að vinda ofan af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar."  Hvað á hún eiginlega við, hefur farið tími í að koma Bretum í skilning um að þeir geti ekki gengið úr ESB?????  Eru þeir sem standa að baki orkunnar okkar landsþekktir popúlistar????  Hún verður að skýra bullið í sér.....

Jóhann Elíasson, 27.4.2019 kl. 12:04

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Meginástæðan fyrir BREXIT, sem meirihluti Breta kaus með, eru ólýðræðisleg vinnubrögð ESB, ekkert annað. Bretar ráða ekki lengur sínum eigin málum. Það er mergurinn málsins. Allt annað hjal er hreint bull.

Orkan okkar snýst þó ekki um ESB, Orkan okkar snýst um 3. orkupakka ESB, sem við viljum ekki sjá í íslensk lög. Munið að skrifa undir áskorun til þingmanna á 

https://orkanokkar.is/2019/04/07/orkan-okkar-askorun/

Júlíus Valsson, 27.4.2019 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband