Skrímslið og loftslagið

Loch Ness-skrímslið ,,sást" vegna þess að jarðvegurinn var undirbúinn. Fréttir um risaeðlur frá forsögulegum tímum kveiktu ímyndunaraflið og fólk ,,sá" lifandi skrímsli.

Á síðasta fimmtungi nýliðinnar aldar birtust raðfréttir um að heimurinn væri að farast vegna hækkandi lofthita af mannavöldum. Engu skipti þótti að breytileiki í veðurfari væri vel þekktur; rómverska hlýskeiðið, miðaldahlýnunin sem gerði Grænlandi byggilegt norrænum mönnum og litla ísöld frá um 1300 til 1900 - nei, nú var það manngert veðurfar takk fyrir.

Skólakrakkar fara í verkfall vegna veðurfarsbreytinga og stjórnmálamenn búa til loftkastala um alheimsstjórnun á veðurfari og almenningur trúir.

Jólasveinar, Loch Ness-skrímslið og manngert veðurfar. Trúgirninni eru engin takmörk sett.


mbl.is Telja Nessie almenna skynvillu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Alla tíð hafa menn viljað hafa þá getu að stjórna veðrinu. Þetta hefur raungerst í trúarsögum og ofsóknum, gegnum aldirnar. Í gamla testamentinu er talað um plágurnar sjö, sem áttu að vera hefnd guðs vegna ólifnaðar mannsins á jörðinni. Á miðöldum töldu kirkjunnar menn almenningi trú um að sumt fólk hefði getu til galdra og gæti jafnvel stjórnað veðri. Galdrabrennur voru haldnar.

Í dag telja stjórnmálamenn, birtingarmynd kirkjunnar manna á miðöldum, fólki trú um að mannskepnan standi að hlýnun jarðar. Í stað galdrafólks eru komnir bíleigendur og í stað galdrabrenna er sótt í vasa fólks.

Sömu öfl og á miðöldum og sömu fórnarlömbin. Aftakan hins vegar mismunandi.

Gunnar Heiðarsson, 26.4.2019 kl. 20:56

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég skora á ykkur að skoða öll myndböndin í þessu bloggi um Loch-Ness skrímslið: 

https://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1283434/

Jón Þórhallsson, 26.4.2019 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband