Jón Baldvin: orkupakkinn eyðileggur EES-samninginn

Einfalt er að fá undanþágu frá 3. orkupakkanum enda Ísland ekki tengt raforkukerfi ESB. Við erum með undanþágur frá reglum um járnbrautir og skipaskurði. Guðfaðir EES-samningsins, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að innleiðing orkupakkans muni eyðileggja samninginn. Rökin eru þessi:

Stuðning­ur við EES-samn­ing­inn bygg­ir að lok­um á póli­tískri af­stöðu kjós­enda í aðild­ar­ríkj­un­um. Ef hinn vold­ugi samn­ingsaðili, Evr­ópu­sam­bandið, hætt­ir að virða í reynd þetta grund­vall­ar­atriði EES-samn­ings­ins og krefst þess að EFTA-rík­in samþykki skil­yrðis­laust það sem að þeim er rétt, án til­lits til eig­in þjóðar­hags­muna, er hætt við að stuðning­ur við EES-samn­ing­inn fari þverr­andi. Þar með get­ur EES-samn­ing­ur­inn, með öll­um þeim ávinn­ingi sem hann hef­ur tryggt Íslandi á und­an­förn­um ald­ar­fjórðungi, verið í upp­námi.

Rök Jóns Baldvins eru trúverðugri en þeirra sem segja EES-samninginn í uppnámi ef við samþykkjum ekki orkupakkann. Þegar þjóðarhagsmunir eru í húfi er skynsamlegast að gæta varúðar. Og varúðarreglan býður að við breytum ekki ástandi sem almenn sátt er um og köllum yfir þjóðina óvissu um eignarhald og forræði auðlindanna. Það er beinlínis vond pólitík að samþykkja 3. orkupakkann. 


mbl.is „Viljum við taka þessa áhættu?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði þetta um Orkupakka-3 málið á Alþingi í mars í fyrra:

"Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessara stofnana? [..] Eru það rök að þar sem Evrópusambandinu hefur þegar tekist að koma Íslandi undir einhverja samevrópska stofnun sé ástæða til að ganga lengra? [..] Hérna erum við með kristaltært dæmi um það, raforkumál Íslands eru ekki innri-markaðsmál."

Þannig að þessi Orkupakki-3 getur varla komið til greina af hálfu Sjálfstæðisflokksins (kennitala 5702691439).

Ekki nema ef vera skyldi að innan í Sjálfstæðisflokknum sé eins konar Watergate-flokksstjórn, falin kjósendum og landsfundarfulltrúum þeirra, með aðra kennitölu og annað heimilisfang. Getur það hugsast.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 26.4.2019 kl. 09:11

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já Gunnar,fagurt galaði fuglinn sá þá! 

Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2019 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband