Pútín býr til réttindi, er fordæmdur - hvers vegna?

Rússland breiðir út faðminn og býður íbúum Austur-Úkraínu, sem flestir eru rússneskumælandi, að gerast rússneskir ríkisborgarar, standi vilji einstaklinganna til þess. ESB fordæmir rússneskan velvilja og kallar velgjörðina ,,árás á fullveldi Úkraínu".

Dokum við. Ef Ísland byði Færeyingum ríkisfang með hraði yrði það árás á frændur okkar? Trauðla.

Munurinn á okkur og Færeyingum annars vegar og hinsvegar Rússum og Úkraínumönnum er landamæri. Eyjar hafa skýr landmæri en þjóðríki á meginlandi ekki.

Ef nógu margir Úkraínumenn gerast rússneskir ríkisborgarar eignast Rússland landakröfurétt á Úkraínu. Alveg eins og Danir áttu landakröfurétt í Norður-Þýskalandi vegna þess að íbúar þar voru dönskumælandi. Landamærin voru flutt þegar Þjóðverjar stóðu veikir og aumir eftir fyrra stríð.

Úkraína er veikt og aumt. Evrópusambandið með stuðningi Obama-stjórnarinnar í Bandaríkjunum vildi véla landið inn í Nató og ESB í óþökk Rússa sem töldu öryggishagsmunum sínum ógnað. Afleiðingin varð borgarastríð sem ekki sér fyrir endann á.

Úkraínudeilan er gamaldags valdatogstreita á meginlandi Evrópu. Prísum okkur sæl að eiga ekki aðild að þeim vandræðum.

 


mbl.is ESB fordæmir vegabréfaákvörðun Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Ég held að það sé ekki rétt hjá þér að meginþorri Úkraínubúa séu rússneskumælandi, nema þá í austurhéruðunum, sem þegar eru hernumin af Rússum.
Reyndar var úkraínskan ekki upp á pallborðið á Sovéttímanum, en það er annað mál.

Þórhallur Pálsson, 25.4.2019 kl. 20:41

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Evrópusambandið er allstaðar til óþurftar, líka hér. Þetta andskotanas EES með einhverja oskapa kosti er blásið upp úr öllu samhnegi. Þeir myndu kaupa fisk af okkur ef þá vantar hann en ekki af því að við viljum selja hann. 

Halldór Jónsson, 25.4.2019 kl. 21:25

3 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Staðreyndin er sú ,, að afskipti Usa eða Washington af málefnum Ukrainu, er fyrst og frekast ástæða fyrir þvi hvernig komið er fyrir almenningi í Ukrainu, ekki afskipti Russa. 

Washington Dc, er og hefur verið að snúast upp í það að vera Rót alls ills. 

Donald Trump hinsvegar ræður ekki neinu i Washington Dc og það hafa forsetar Usa aldrei gert, þar sem að Washington Dc, til heyrir ekki USA, heldur er algerlega sjálfstætt ríki og það ríki er Vatikanið og þar eru lög Vatikansins sem ráða. 

það er hvert landið á fætur öðru sem að er orðið að rjúkandi rúst eftir afstkipti Washington Dc, en þar sem að Washintdon Dc, er Vatikanisð að þá eru það hagsmunir þess á þessum stöðum og hluti af 9öö ára heimsvalda og yfiráða stefnu Pafans sem að eru þarna við lög, en ekki Bandaríkin per sé.

Eftir valdaskitpin í Ukrainu, þá færðiur auðlindirnar meira undir stjórn romversk kaþolsku kirkjunnnar og frá Russum , sem að er Grisk kaþolska kirkjan, um þetta snýt málið.

Vatikaið og hagsmunir þess eru OFAR ÖLLUM ÞJÓÐRÍKJUM ...

það þýðir að ástandið getur orðið ansi blóðugt á kostnað allra annara.

kv

LIG 

Lárus Ingi Guðmundsson, 25.4.2019 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband