Sigmundur Davíð, Helgi Hrafn og þjóðarhagsmunir

Sigmundur Davíð skilgreinir þjóðarhagsmuni út frá forræði yfir orkuauðlindum:

Orkan er undirstaða fyrir því að við erum sjálfstæð þjóð. Þjóð sem getur skapað atvinnu útum land og tryggt búsetu. Evrópu er alveg saman. Sambandið sem stofnað var um frið snýst um völd yfir auðlindum.

Helgi Hrafn Pírati skilgreinir þjóðarhagsmuni í Morgunblaðsgrein í dag og segir að mestu máli skipti að almenningur komist úr landi:

Eina ástæðan fyrir því að það meikar yfirhöfuð nokkurt sens fyrir ungt fólk að vera á Íslandi er góðar tengingar við umheiminn, bæði hvað varðar samskipti, viðskipti og ferðafrelsi.

Í máli þingmannanna kemur fram gagnólíkur skilningur á þjóðarhagsmunum. Sigmundur Davíð leggur áherslu á undirstöðuna en Helgi Hrafn efast um að þjóðin nenni að vera íslensk.

Menn ýmist stækka eða smækka með orðum sínum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er undarleg brenglun að halda að fólk sem vill eiga í viðskiptum við umheiminn, geta átt samskipti við hann og ferðast til annarra landa "nenni ekki" að vera íslenskt!

Þorsteinn Siglaugsson, 23.4.2019 kl. 09:42

2 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Það er undarleg brenglun að halda að ef við höfnum þriðja orkupakkanum að þá getum við ekki áfram átt í samskiptum við umheiminn eða ferðast til annarra landa.

Stefán Örn Valdimarsson, 23.4.2019 kl. 09:57

3 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Er ekki hægt að fá fyrirvara?

Guðmundur Böðvarsson, 23.4.2019 kl. 10:25

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Helgi Hrafn gleymir því að til að geta meikað það í útlöndum njóta íslensk ungmenni -ókeypis- menntunar sem við, skattborgararnir, greiðum fyrir.

Ragnhildur Kolka, 23.4.2019 kl. 11:20

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð ábending hjá Ragnhildi, sem og hin frá Stefáni Erni.

Menn ferðast ekki mikið héðan, nema þeir eða foreldrar þeirra hafi bærilegar tekjur, og þær fara vitaskuld eftir atvinnuástandi hér og lífskjörum. Meðal beztu kjara fyrir bæði almenning og fyrirtæki (og samkeppnisaðstöðu þeirra) eru lágt orkuverð, sem við enn njótum hér, meðan Evrópusambandið kemst ekki með krumlurnar í þau mál, gegnum sína ACER-býrókratastofnun og sitt nauðungar-meðalverð raforku þá á EES-svæðinu.

PS. Píratinn stendur uppi berstrípaður með þessa kjánalegu grein sína, sem í raun tók því ekki fyrir hann að skrifa, nema til að sýna enn einu sinni, að Píratar eru einskis nýtir. Svo er hallelújasöngur hans þar yfir umbreytingu, sem hér hafi orðið með EES-samningnum, alveg meiri háttar hlálegur, og mætti halda að hann sé fæddur í gær, og kemst hann reyndar nokkuð nálægt því, hefur líklega enn verið óviti árið 1993.

Jón Valur Jensson, 23.4.2019 kl. 12:00

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Píratar eru náttúrulega bara uppsóp af Austur velli, sem farist hefur fyrir að setja með öðru slíku í tunnuna.  

Hrólfur Þ Hraundal, 23.4.2019 kl. 13:17

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón Valur.  Það er fullt af fólki til, ksem hefur enga glóru á því hvað peningar í ríkissjóði eru né hvernig þeirra er aflað.  Þetta fólk kýs gjarnan Pírata eða VG.

Ríkissjóður, hvað er það? Eitthvað ótilgreint fyrirbrigði, sem er að framfæra fólki sem er ófært að ala önn fyrir sér.  Á sama tíma á þetta kerfi að reka sig án þess að tekna sé aflað, nema það sé gert eftir öðrum leiðum?!??

Sama gildir um almannatryggingakerfin almennt.  Það á að greiða bætur og innkoman á að koma frá einhverri töframaskínu sem framleiðir peninga.

Þetta er Pírata-hagfræðin. 

Benedikt V. Warén, 23.4.2019 kl. 13:51

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Smá leiðrétting:

Það er fullt af fólki til, sem enga glóru hefur á því hvað peningar í ríkissjóði eru né hvernig þeirra er aflað.

Benedikt V. Warén, 23.4.2019 kl. 13:53

9 Smámynd: Halldór Jónsson

"Píratar eru náttúrulega bara uppsóp af Austur velli, sem farist hefur fyrir að setja með öðru slíku í tunnuna.  " Vel orðað Hrólfur

Benedikt, þetta er vel sagt.

Ríkissjóður, hvað er það? Eitthvað ótilgreint fyrirbrigði, sem er að framfæra fólki sem er ófært að ala önn fyrir sér.  Á sama tíma á þetta kerfi að reka sig án þess að tekna sé aflað, nema það sé gert eftir öðrum leiðum?!??

Sama gildir um almannatryggingakerfin almennt.  Það á að greiða bætur og innkoman á að koma frá einhverri töframaskínu sem framleiðir peninga.

Þetta er Pírata-hagfræðin. "

Halldór Jónsson, 23.4.2019 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband