Fimmtudagur, 11. apríl 2019
Gálginn reistur en aftöku frestað
Með innleiðingu þriðja orkupakka ESB í íslenskan rétt er gálginn reistur sem tekur af lífi fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Gulli utanríkis lofar okkur að aftökunni verði frestað og telur stórmannlega boðið.
Það er ekki heil brú í þeirri ráðstöfun að innleiða orkupakkann í einu orðinu en segja í hinu að efni pakkans eigi ekki við hér á landi.
Um leið og íslensk stjórnvöld falla frá fyrirvörum gagnvart orkustefnu ESB, 3. orkupakkanum, skapast nýjar aðstæður þar sem fullveldisréttur Íslands stendur veikari fótum en áður.
Eina skynsama og yfirvegaða afstaðan er að hafna 3. orkupakkanum. Þeir sem vilja reisa gálga til höfuðs fullveldi þjóðarinnar og máta snöruna í þokkabót ættu að finna sér eitthvað annað að gera en að sitja í landsstjórninni.
Innleidd að fullu en gildistöku frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ESB er gálginn; hann hefur verið reistur og bíður þess að nægur meirihluti myndist til að smeygja snörunni um hálsinn. Þið andstæðingar EES samningsins eruð svo í raun fimmta herdeildin sem aðstoðar Samfylkingu og Viðreisn. Það er einkar geðfellt viðfangsefni.
Einar Sveinn Hálfdánarson, 11.4.2019 kl. 08:54
Steini segir Gunnlaug góðan lygara og hann eigi hrós skilið. Þetta eru hjálpar menn ESB hjá sjálfstæðisflokknunm.
Valdimar Samúelsson, 11.4.2019 kl. 09:17
Þetta er sami gálgafresturinn og í Marokkó.
Það er fráleitt að "semja" við óínáanlega, ósýnilega erlenda ofurelítu sem engin kaus og engin veit á hvað sporbaug er hverju sinni. Íslenskt ráðafólk á þó heima innan landamæra okkar og því hæg heimatökin að spyrja spurninga, gagnrýna, rausa og skammast ef fólki sýnist svo. Það kallast aðhald.
Benedikt Halldórsson, 11.4.2019 kl. 10:28
Var ekki Einar Sveinn í Sjálfstlðisflokknum hér áður fyrr?
Halldór Jónsson, 11.4.2019 kl. 11:58
Það er hörmulegt að erlend elíta sem engin kaus, engin þekkir en hefur gríðarleg völd í heiminum, en ber ekki nokkra ábyrgð á einu né neinu. Það mun kollvarpa lýðræðinu og kostum markaðarins / kapítalismans. Sósíalismi gengur ekki vegna þess að "hann" er hvorki í tengslum við "viðskiptavini" sína né kjósendur. Það stefnir í það.
Það er verið að rugla í hugsjónafólki til hægri og vinstri. Sama erlenda ósýnlega elítan og ber enga ábyrgð, eru meistarar í blekkingum og fer sínu fram með pípuhöttum og kanínum.
Sá sem er blekktur er einmitt sá sem hefur ekki hugmynd um það og kemur sigri hrósandi af "samningafundum" og hlakkar til fararinnar - til helvítis - með þjóðinni.
Benedikt Halldórsson, 11.4.2019 kl. 14:18
Þegar við lendum í klónum á svikahrappa breiðir hann yfir það sem hann hefur raunverulega í hyggju með lygum og sjónhverfingum. Það sem hann segir er of gott til að vera satt. Konur sem lenda í ofbeldismanni hafa einmitt sagt hvað allt hljómaði vel í byrjun sambands en það var bara undanfari martraðar. Eftir á að hyggja var hann of ákafur, sendi of mörg sms og stjórnaði eins og brúðumeistari.
Stundum tekur mörg ár að "fatta" blekkingarnar þótt fólk búi með "meintum" lygamerði, hvað þá ef hann er ósýnilegur.
Það er ekki okkar að sanna eitt aða neitt. Ef okkur lýst ekki á blikuna er nóg að segja nei, nei, nei og aftur nei.
Benedikt Halldórsson, 11.4.2019 kl. 14:41
Slæmt að sjá "sjálfstæðismenn" í fararbroddi fyrir þessu hagsmunaafsali þjóðarinnar. EES samningurinn er sjálfdauður ef við eigum enga skiptimynt!
Kolbrún Hilmars, 11.4.2019 kl. 15:13
Blekkingameistarar dáleiða. "En þú lofaðir" að (að leyfa mér að fara illa með þig), "ertu búinn að gleyma að þú samþykktir það í fyrra" að (að leyfa mér að fara illa með þig) bla bla bla.
Fólk þorir ekki að standa með sjálfu sér og ímyndar sér að orð skulu ALLTAF standa. Að samþykkja eitthvað að óathuguðu máli er ekki "þinglýst" loforð. Það þarf sterk bein til að þora að viðurkenna að "ég hef verið gabbaður" eins og Steingrímur Hermannson. Hann sló í gegn með játningunni af þeirri einföldu ástæðu að við höfum öll verið göbbuð.
Benedikt Halldórsson, 11.4.2019 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.