Þriðjudagur, 9. apríl 2019
Fleira fjarverandi en Sigmundur, t.d. skynsemi
Gulli utanríkis gerir flest annað en kjarna málsins að umræðuefni þegar þriðji orkupakkinn er á dagskrá. Hann talar um fjarveru Sigmundar Davíðs, skoðanir í Noregi og fleiri smáatriði.
Kjarni málsins er að alger óþarfi er fyrir Íslendinga að samþykkja 3. orkupakkann. Við eigum að fá undanþágu frá orkustefnu ESB í heild sinni enda skýr fordæmi fyrir slíku.
Í svari þáverandi utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigríðar Á. Andersen, segir í niðurlagi um undanþágur Íslands frá EES-samningnum:
Ísland hefur þannig samið um ýmsar aðlaganir og undanþágur, hvort sem er að hluta eða í heild. [...] Þá má bæta við að Ísland þarf hvorki að innleiða gerðir á sviði lestarsamgangna né um skipgengar vatnaleiðir.
Það liggur fyrir að Ísland fái undanþágur ,,í heild" frá tilskipunum sem eiga ekki við um landið okkar, s.s. vegna járnbrauta og skipaskurða.
Enginn rafstrengur er á milli Íslands og Evrópu. Af því leiðir ættum við ekki að innleiða lög og reglur ESB um yfirstjórn raforkumála í íslenskan rétt.
![]() |
Tókust á um fjarveru Sigmundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll
Af skrifum þínum um 3. orkupakkann og meint völd ESB á Íslandi á grundvelli hans má ljóslega ráða að þú hefur, annað tveggja, ekki kynnt þér 3. orkupakkann eða, það sem verra er, ferð vísvitandi með rangt mál. Tal um undanþágu sem ekki var sóst eftir af SDG þegar 3. orkupakkinn var innleiddur í sameiginlegu EES nefndinni er eins og hver annar kjánagangur. Nema auðvitað að ætlunin sé að valda Noregi tjóni og koma okkur út úr EES. - Skyldi það vera raunin?
Einar Sveinn Hálfdánarson, 9.4.2019 kl. 09:45
Þriðji orkupakkinn, Einar Sveinn, eykur valdheimildir ESB yfir raforkumálum okkar, verði hann innleiddur.
Eftir hrunið 2008 gerðum við okkur sem þjóð sek um dómgreindarleysi. Eitt var að senda ESB-umsókn 2009 til Brussel. Annað var að samþykkja aðild að orkustefnu ESB í gegnum EES-samninginn.
Við getum bætt úr dómgreindarleysi eftirhrunsins með því að hafna orkupakka 3. og afþakka aðild að orkustefnu ESB.
Og það ættum við að gera.
Páll Vilhjálmsson, 9.4.2019 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.