Miðvikudagur, 3. apríl 2019
Evra og dollar veikjast, krónan styrkist
Krónuhagkerfið fékk stuðningsyfirlýsingu með kaupum erlends fjárfestingasjóðs í Icelandair. Í framhaldi styrkist krónan bæði gagnvart evru og dollar, um 1,5 og 2 prósent. Sem eru all nokkrar sveiflur á einum degi.
Með krónu, sjálfstæða peningastefnu og traust ríkisfjármál eru okkur allir vegir færir.
Eins lengi og Samfylkingu og Viðreisn er haldið utan landsstjórnarinnar erum við í góðum málum.
Icelandair hækkaði um 8% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig er komið fyrir þjóð sem kýs flokka eins og Pírata, Viðreisn og Flokk fólksins? Er einhver von? Er orsakanna kannski bara að leita í Panamaskjölunum og hagsmunabraski, sjálftöku og hugsjónaleysi þeirra sem fyrir voru.
Hvert fóru annars hugsjónirnar sem maður trúði á í einfeldni sinni?
Halldór Jónsson, 3.4.2019 kl. 19:35
Krónan styrkist auðvitað við þetta. En áður hafði hún veikst. Ef það eru rök fyrir krónunni að hún styrkist stundum, nú þá hljóta það að vera rök gegn henni að stundum veikist hún. Eða skiptir það kannski ekki máli af því að það passar ekki í kenninguna?
Þorsteinn Siglaugsson, 3.4.2019 kl. 20:40
Hérna er gengisfall og gengisris nokkurra gjaldmiðla síðustu 12 mánuðina:
EURUSD -8,4% (evran fallin um 8,4% gagnv. dal)
GBPUSD -6,4%
AUDUSD -7,4%
NZDUSD -6,6%
USDJPY 4,6%
USDCNY 7,0%
USDCHF 4,1%
USDCAD 4,2%
USDMXN 5,4%
USDINR 5,3%
USDBRL 16,3%
USDRUB 13,6%
DXY 7,7% (gengisvísitala Bandaríkjadals)
USDKRW 7,6%
USDZAR 19,6%
USDSGD 3,2%
Hjartalínurit Þorsteins og Benedikts evrusvitabols bendir til að þeir þurfi á innlögn einhversstaðar að halda. En ekki krónan.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 3.4.2019 kl. 21:54
Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2019 kl. 01:54
Ég var á leið að segja að Þorsteini var líka mikið niðri fyrir 23/3 hér á blogginu,var að springa yfir snilli ríkistjórnarinnar að lofa að sæstrengur yrði ekki lagður nema með samþykki Alþingis. Eins og það yfirþjóðlega taki mark á því? Engar undanþágur...Ó,nei okkar snillar vita betur og eru þrautsegir í baráttunni fyrir landið sitt.
Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2019 kl. 02:30
Þessi "umræða" um ofurkosti evrunar hófst þegar hún átti að vera lífelexír ESB. Evrusinnar sungu "í dag er ég glaður" þegar krónan var veik en þeir hafa lítið sungið í 10 ár. En í hvern dag sem krónan sígur kemur aftur sami gleðisöngurinn um evruna.
Var eitthvað sem menn vissu ekki árið 2009 um vandamálin í Evrópu? Jú, alveg örugglega en þó héldu menn sig við sama propaganda sönginn með þeim árangri að æ fleiri urðu fráhverfir ESB. Það gefst ekki vel að ljúga að fólki.
Ég skrifaði um það sem blasti við árið 2009.
"Nú kemur sér vel fyrir Spánverja að vera í bandalagi Evrópu í sínu hruni, öfugt við okkur Íslendinga sem vorum einir á báti í okkar hruni. Ef aðild að ESB og evran hefði bjargað okkur, af hverju bjargar ekki evran og ESB, Spáni? Hver er ávinningur Spánverja með hruninn húnsæðismarkað og nálægt 20% atvinnuleysi? Hvað var það sem þeir fengu sem við misstum af? Jú, þeir fengu að vera með í að taka rangar ákvarðanir sem þeir létu bara ekki yfir sig ganga án ræðuhalda og fundahalda í Brussel."
Benedikt Halldórsson, 4.4.2019 kl. 07:13
Og hvað á þessi statistik að sýna Gunnar? Eða hvað heldur þú að hún sýni?
Þorsteinn Siglaugsson, 4.4.2019 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.